Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 64

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 64
64 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L „Í sögulegu samhengi er Reykjalundur búinn að vera starfsendurhæfingarstofnun frá upphafi. Rétt sjötíu ár eru síðan Reykjalundur var tekinn í notkun, þá var staðurinn kallaður vinnuheimili fyrir berklasjúklinga. Hugtakið endurhæfing var ekki til árið 1945 en eigi að síður var unnið hér að endurhæfingu frá upphafi,“ segir Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi. Eftir að hafa gengið um húsakynni margvíslegra starfsstöðva Reykjalundar sitjum við þrjú saman við borð í fundarherbergi, Magnús, Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi og blaðamaður. Fundarefnið er samstarf Reykjalundar og VIRK, en þessir aðilar hafa gert með sér samning með þann yfirlýsta tilgang að þróa starfsgetumat (vinnumat) og vinnustöðvar. Reykjalundur var frá upphafi staður væntinga og enn leitar þangað árlega fjöldi manns til þess að fá endurhæfingu og bæta heilsu sína. Samstarf hefur tekist með VIRK og Reykjalundi um vinnufærnimat. Magnús Ólason fram- kvæmdastjóri lækninga og Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi segja gagnkvæman áhuga ríkja á verkefninu. Spennandi samstarf Reykjalundar og VIRK Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga Inga Jónsdóttir iðjuþjálfi Inga og Magnús

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.