Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 65

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 65
65www.virk.is VIÐTAL „ICF (International Classification of Func- tioning) er notað sem rammi utan um matið og niðurstöður þess. Þar er greint hvort um sé að ræða færniskerðingu og/ eða þátttökuhindrun, ásamt því að tilgreina vanda. ICF er alþjóðlegt flokkunarkerfi á færni. Matskerfi sem auðveldar sérfræðing- um sem að málum einstaklinga koma, að tala „sama mál“. Starfsendurhæfing notar sama ICF kjarnasett og VIRK, en auðvitað eru til fleiri slík matstæki. Markvisst vinnufærnimat Í vinnufærnimatinu vinna einstaklingarnir, að sögn Magnúsar og Ingu, ýmiss verkefni, þar sem metnir eru þættir eins og verkfærni, úthald, einbeiting og frumkvæði. Auk félagslegra þátta eins og samskipta og samvinnu, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið er að greina þannig styrkleika og starfsgetu fólks og gera atvinnuleit og endurkomu til vinnu markvissari. „Á Reykjalundi var í upphafi reynt að starfshæfa ungt fólk með berkla til þess að það kæmist aftur til vinnu. Hér eru gamlar myndir á veggjum sem sýna fólk að störfum við bólstrun, smíðar og fleiri verkefni,“ segir Magnús. „Árið 1960, þegar menn náðu tökum á berklunum, breytist Reykjalundur í almenna endurhæfingarstofnun smám saman. Slíkt starf miðar að því að auka færni fólks, þar með talið vinnu- færni. Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing. Á árunum frá 1980 og fram á miðjan tíunda áratuginn þróuðust hér átta sérhæfð svið. Starfsendur- hæfingarsviðið var það síðasta og varð til um aldamótin. Upphaflega starfaði starfsendurhæfingarteymið á sérstökum samningi við Tryggingarstofnun ríkisins. Markmiðið var að koma til heilsu þeim sem voru að detta út af vinnumarkaði og fyrirbyggja að þeir færu á örorku.“ Hvers vegna ákváðuð þið hér á Reykja- lundi að fara í samstarf við VIRK? „Hér í starfsendurhæfingunni hefur okkur lengi fundist vanta gott mat á vinnufærni og ýmislegt hefur verið reynt gegnum árin. Verkefnið sem VIRK veitti stuðning var upphaflega hugmynd þáverandi yfirlæknis starfsendurhæfingarteymisins, Gunnars Kr. Guðmundssonar, og VIRK studdi hugmyndina. Þessi stuðningur gerði okkur kleift að einbeita okkur tímabundið að gerð matsins, sem og til kaupa á atvinnu- tækjum, búnaði og verkfærum.“ Hversu langt er þetta verkefni komið? „Verkefnið er nú á lokastigi. Lokaþátturinn er að prófa matsferlið, eins og það hefur verið skilgreint. Búið er að velja matstæki, þróa starfsstöðvar, skilgreina störf og verkefni, auk þess að skilgreina tíma- ramma og ferlið í heild. Á síðasta hálfa ári höfum við verið með tíu einstaklinga á vinnualdri í forprófum á vinnufærnimati. Hverju mati lýkur með skilafundi, þar sem farið er yfir niðurstöður matsins með einstaklingnum og ráðgjafa hans.“ Verkefnið hefur gengið vel „Það hefur gengið mjög vel,“ segja þau Magnús og Inga. „Verkefninu hefur miðað jafnt og þétt áfram, ef undan er skilið að við urðum að gera hlé í ár meðan endurbætur á húsnæði hér á Reykjalundi stóðu yfir,“ bætir Magnús við. „Eftir endurbæturnar fluttum við í stærra og betra húsæði, sem opnaði möguleika á fjölbreyttari starfsstöðvum. Hér eru skilgreindar sex starfsprófunarstöðvar; tvær fyrir skrifstofustörf, stöð fyrir sauma, tvær stöðvar með trésmíðavinnu, þar sem til dæmis eru gerðir stólar og loks eru gerð upp grill og reiðhjól,“ segir Inga. Hún getur þess einnig að Reykjalundur og Múlalundur hafi gert samkomulag sín á millli þess efnis að í vinnufærnimatinu sé hægt að fá að nýta aðstöðu hjá Múlalundi. „Við höfum ekki gert það ennþá, en þessi möguleiki er fyrir hendi. Þetta er spurning um hvernig vinnu við erum að leita að fyrir hvern og einn einstakling.“ Hvernig er valið inn í þetta samstarfs- verkefni Reykjalundar og VIRK? „Einstaklingarnir tíu, sem tekið hafa þátt í forprófun, voru valdir af VIRK. Við munum skoða hverjir hinna tíu nutu góðs af vinnufærnimatinu hér, hverjir minna – og svo framvegis. Hugmyndin er að fara yfir niðurstöðurnar og bæta það sem betur má fara.“ Eru þeir þátttakendur í forprófuninni allir með vinnusamband? „Nei, við höfum fremur fengið hingað einstaklinga sem ekki eru lengur í vinnu- sambandi. Hafa jafnvel verið talsvert lengi utan vinnumarkaðar, í allt að þrjú ár.“ Áhersla á styrkleikana Hvað þarf að skoða? „Verkfærni, þekkingu, félagslega færni, samskipti og fleira. Við leggjum mikla áherslu á hvar styrkleikar fólks liggja. Vissulega þarf að þekkja hindranir, en mikilvægara er að finna hvernig má nýta styrkleika fólks. Hvaða möguleika veita þeir viðkomandi? Eitt er að hafa góða verkþekkingu og annað að hafa úthald í að nýta hana. Það þarf því að hyggja að mörgum þáttum. Tölvukunnátta verður til dæmis stöðugt mikilvægari, mörg létt störf krefjast lágmarks tölvukunnáttu, að geta skráð, flett upp, sent skilaboð og þess háttar.“ Eru þeir sem eru í vinnufærnimati líka í þolþjálfun hér á Reykjalundi? „Nei. Mikilvægt er að skilja þarna á millli. Megin starfsemi okkar á Reykjalundi er starfsendurhæfing, sem er miklu stærra dæmi. Þar sem mun fleiri aðilar koma að meðferð hvers einstaklings. Í starfsendurhæfingu kemur fólk sam- kvæmt tilvísun frá heimilislækni. Einstaklingurinn fer í skoðun og mat hjá meðlimum teymisins. Síðan eru sett markmið með dvölinni. Meðferðin miðast síðan að því að ná markmiðum, til dæmis með styrktar- eða þolþjálfun, meðferð hjá sálfræðingi auk vinnuþjálfunar. Hins vegar er svo vinnufærnimatið. Þá koma einstaklingarnir frá VIRK. Þeir eru hér hálfan daginn í vinnu í fjórar vikur, en ekki í annarri þjálfun. Matinu lýkur alltaf með skýrslu og skilafundi, þar sem saman koma skjólstæðingur, ásamt iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og ráðgjafa frá VIRK. Farið „Ef fyrir hendi er verulega skert færni, en ríkur vilji hjá einstaklingnum til að vinna, þá er oft hægt að finna flöt á því.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.