Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 66

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 66
66 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L er yfir niðurstöður og við komum með ábendingar um hvað við teljum að geti verið næsta skref.“ Hvernig hefur prófunarfasinn gengið? „Ótrúlega hnökralítið. Þegar forprófun á fimm einstaklingum var lokið fórum við yfir niðurstöður með VIRK. Fram kom meðal annars að það hefur ríkt almenn ánægja hjá þeim sem hafa tekið þátt í þessu verkefni okkar og VIRK,“ segir Inga. „Það þarf að velja rétta fólkið í þetta,“ segir Magnús. „Tímasetning skiptir einnig miklu máli. Of oft kemur fólk til okkar eftir að hafa verið nokkuð lengi frá vinnu. Því lengra sem líður frá því að viðkomandi hefur verið starfandi, því erfiðara er að snúa til baka á vinnumarkaðinn. Þetta er náttúrulegt fyrirbæri. Eftir því sem tíminn líður koma upp fleiri félagsleg, sálræn og jafnvel líkamleg vandamál. Það er manneskjulegt að bregðast þannig við slíkum aðstæðum.“ Inga bætir við að þarna komi vaninn líka til sögunnar. „Viðkomandi verður vanur að vera ekki í vinnu og aðlagar líf sitt eftir því.“ Fer fólk í endurhæfingu að loknu vinnufærnimati? „Vinnufærnimati getur lokið með margs- konar ákvörðunum. Kannski mælum við með því að viðkomandi fari í starfs- endurhæfingu, hér eða annars staðar. Eða að hann fari í atvinnuleit. Í sumum tilvikum teljum við starfsendurhæfingu fullreynda. Þarna skiptir máli að hafa skoðað vinnufærni viðkomandi á kerfis- bundinn hátt með áhorfi við vinnu og matstækjum, og meta svo stöðuna út frá því. Í niðurstöðum sem VIRK fær tilgrein- um við hindranir, styrkleika og starfsgetu einstaklingsins. Flestir hinna tíu sem VIRK vísaði til okkar í vinnufærnimat, lýstu vilja til að vinna. Matið hefur svo sýnt hverjir eru styrkleikar og hindranir hvers og eins. Matið hefur að mestu hvílt á iðju- og sjúkraþjálfara ásamt verkstjóra á verkstæðinu. Læknir kortleggur heilsufarsvanda hvers og eins. Auk þess höfum við þurft aðstoð félagsráðgjafa og sálfræðings. Við njótum þess þannig að hafa hér stórt, þverfaglegt teymi og getum því sótt okkur þá þekkingu sem þarf hverju sinni.“ Hvað eru þið tilbúin að taka marga í vinnufærnimat árlega? „Það er í skoðun. En við vonumst til að geta tekið að minnsta kosti tuttugu einstaklinga í slíkt mat árlega. Við höfum þegar úskrifað átta af þeim tíu sem VIRK sendi til okkar. Eftir að plastverksmiðjan var lögð niður á sínum tíma höfum við húsnæði til að nýta á margvíslegan hátt. Það er til dæmis hægt að koma hér inn með bíla og skapa vinnu við að þrífa þá. Við getum skapað aðstæður til að vinna við verkefni sem kallar á verkfærni sem og dómgreind viðkomandi við slík verkefni. Styrkleiki okkar hér á Reykjalundi liggur meðal annars í þessum möguleika. Það er annað að fá að prófa verk eða tala bara um það við viðkomandi.“ Tenging við atvinnulífið Hvað með tengingu við atvinnulífið? „Ég sá fyrir mér strax og VIRK kom til, að þar væri kominn ákveðinn hlekkur milli atvinnulífsins og endurhæfingar,“ segir Magnús. „Og þar ætti ekki að ríkja einstefna heldur tvístefna. Skjólstæðingar VIRK eru metnir þar og vísað í ýmiss endurhæfingarúrræði. VIRK er tengt atvinnulífinu. Þannig eru ráðgjafar VIRK yfirleitt tengdir stéttarfélögum. Ég sé fyrir mér að VIRK gæti hjálpað til með tengingu skjólstæðinga til baka aftur á vinnu- markað. Ef fyrir hendi er verulega skert færni, en ríkur vilji hjá einstaklingnum til að vinna, þá er oft hægt að finna flöt á því. Til dæmis í vernduðu umhverfi. Atvinna með stuðningi er nánast eitthvað hugtak sem varpað er fram á tyllidögum. En þessi möguleiki er mun algengari í nágrannalöndum okkar og gengur vel. Mikilvægt er að hafa tengsl við fyrirtæki, sem vildu taka við slíkum einstaklingum. Þó ekki væri nema tíma- bundið. Vinna á alvöru vinnustað myndi efla sjálfstraust fólks.“ Hver eru næstu skref? „Að kostnaðargreina matið og skoða hversu marga við getum tekið. Hversu mikil þörfin er og útfrá því hversu mikinn mannafla þarf,“ segja þau Magnús og Inga. „Í framhaldinu þarf svo að gera samning við VIRK og kynna matið. Við erum að vinna í þessum málum. Þetta er spennandi viðfangsefni sem kallar á fleiri starfsstöðvar og fleiri verkefni.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.