Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 05.10.2019, Síða 1
L A U G A R D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  234. tölublað  107. árgangur  GOTT AÐ HLÆJA AÐ ÞEIM SEM Á ÞAÐ SKILIÐ KÓMÍSK SÝN Á FRAM- HJÁHALD PABBAHELGAR 50SEX Í SVEIT 52 Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Sjö milljónir Sýrlendinga hafa flúið land og álíka fjöldi er á hrakhólum í eigin landi. Gayed Sened er ein þeirra sem komust yfir til Tyrklands eftir að hafa verið á flótta undan ógnarstjórn Ríkis íslams um árabil. Þegar skera átti tunguna úr litlum syni hennar fyrir að mæla á ólög- mætri tungu, ensku, að mati víga- samtakanna, var ekkert annað í boði en að flýja land ef þau vildu halda lífi. Í kvennamiðstöðinni SADA í tyrknesku borginni Gaziantep hefur Gayed öðlast nýtt líf en miðstöðin var meðal annars stofnuð með stuðningi Íslendinga og UN Women. Íris Björk Kristjánsdóttir hefur starfað í rúm tvö ár hjá UN Women í Tyrklandi og eitt af hennar fyrstu verkefnum var að stofna SADA- miðstöðina sem hefði það að aðal- markmiði að bæta stöðu kvenna og stúlkna á flótta í Tyrklandi. „Konum og stúlkum er mun frek- ar haldið inni á heimilinu, þær ganga síður í skóla, eru frekar seld- ar í hjónabönd og mun líklegri til að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þær eru einfaldlega líklegri til að verða fyrir skaða, vegna þessara aðstæðna sem þær eru settar í, en karlar og strákar. Á sama tíma beinist fjármagnið og allur viðbún- aður að þörfum karla frekar en kvenna og nýtist þeim betur,“ segir hún. Fyrsta greinin í greinaflokknum Á leið til lífs birtist í Sunnudags- mogganum í dag. „Einfaldlega líklegri til að verða fyrir skaða“  Íris Björk Kristjánsdóttir starfar að málefnum flóttafólks í Tyrklandi Morgunblaðið/Gúna Friðarósk Sýrlensk börn móta friðardúfu úr mósaík í Al Farah-miðstöðinni. Margt er á huldu um lífshætti þeirra þriggja uglutegunda sem finnast hér á landi. Talið er að varppör branduglu séu 400-500, síðustu tvö ár voru þekkt 10-15 óðul eyruglu, en óðul snæuglu gætu verið teljandi á fingrum annarrar handar og er hún á mörkunum að geta talist varpfugl hér á landi. Rannsóknir hafa nú staðið yf- ir á branduglu og eyruglu í um tvö ár. orðnir fleygir og voru á ferð og flugi í mýrinni í friðlandinu. Alex Máni Guðríðarson ljósmyndari seg- ist hafa fylgst með fuglunum um nokkurt skeið áður en hann náði mynd af fullorð- inni branduglu að mata unga sinn. Hann segist hafa gætt þess að halda góðri fjar- lægð og á endanum hafi uglan verið farin að treysta honum. aij@mbl.is » 16 Í Friðlandinu í Flóa hefur branduglupar orpið síðustu sumur og í ár kom parið upp sex ungum. Það var því nóg að gera hjá foreldrunum við að afla matar og á mynd- inni má sjá branduglu koma með unga þúfutittlings í gogginum, en stálpaður ungi hennar reisti sig og kallaði ákaft á mat. Þegar myndin var tekin voru ungarnir Ljósmynd/Alex Máni Guðríðarson Branduglan var farin að treysta ljósmyndaranum í Friðlandinu í Flóa Nóg að gera við að mata sex unga Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Al- menna lífeyrissjóðsins, segir íslensku lífeyris- sjóðina í sérstöku umhverfi. Vextir séu sögu- lega lágir hér á landi og á flestum vestrænum fjármálamörkuðum, jafnvel neikvæðir. „Það er ljóst að það er áskorun fyrir lífeyris- sjóðina að ná 3,5% ávöxtun. Það verður hins vegar að hafa í huga að ávöxtunin, 3,5%, er vegin ávöxtun eignaflokka sem lífeyrissjóð- irnir fjárfesta í. Þótt ávöxtun skuldabréfa sé lítil geta sjóðirnir náð 3,5% ávöxtun ef ávöxtun hlutabréfa er góð,“ segir Gunnar og vísar til viðmiðs um ávöxtun íslensku sjóðanna. Sýni gætni í lántökum Gunnar bendir á að vaxtalækkanirnar geti ýtt undir eignaverð á Íslandi. „Það er jákvætt fyrir þá sem taka lán að vextir lækka en samt ber að fara varlega. Lækkun vaxta getur leitt til aukinnar eftirspurnar eftir húsnæði og hærra húsnæðisverðs,“ segir Gunnar. »6 Áskorun að ávaxta lífeyrinn  Lægri vextir gætu aukið áhættu í fjármálakerfinu Gunnar Guðmundsson lungnalæknir vill að al- mennri flugeldanotkun verði hætt hér á landi vegna áhrifa svifryksmengunarinnar á lungna- heilsu. „Ég tel að við getum ekki boðið lungna- sjúklingum upp á það að verða fyrir öllum þessum óþægindum,“ segir Gunnar sem hefur veitt starfshópi umhverfisráðherra, sem er að meta hvort takmarka eigi flugeldanotkun, ráð og upplýsingar. Gunnar segir að mengunargildin fari langt yfir heilsuverndarmörk um áramót og eigi Ís- lendingar Evrópumet í skammtímamengun. „Og það veit enginn hver áhrifin eru til dæmis á börn því mengunin gæti haft áhrif á lungna- þroska þeirra seinna meir,“ segir hann. Börnin andi jafnvel ennþá meiri mengun að sér við jörðu en hinir fullorðnu. »24 Vill takmarka flugeldanotkun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.