Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 8

Morgunblaðið - 19.10.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Andrés Magnússon blaðamaðurskrifar fjölmiðlamola eftir pólsku kosningarnar í Við- skiptablaðið: „Flokkurinn Lög og réttur (PiS), sem fór með sigur af hólmi í kosn- ingum í Pól- landi um liðna helgi, hefur það m.a. á stefnuskrá að setja sérstaka reglugerð um blaðamenn og búa til „nýja fjöl- miðlaskipan“. Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusam- bands blaðamanna, hefur kvatt sér hljóðs af því tilefni og er lítt hrifinn. „Með þessari tillögu sem kom fram í kosningastefnuskránni um að regluvæða blaðamannastéttina er í raun verið að binda enda á fjöl- miðlafrelsi,“ segir Bjerregård. „Blaðamennska er frjálst fag. Allar tilraunir til að gefa úr starfsleyfi fyrir blaðamenn eða setja upp tak- markanir á hverjir geta orðið blaðamenn ganga gegn fjölmiðla- frelsi,“ segir hann. Stjórnvöldum beri skylda til þess að styðja fjöl- miðlafrelsi, en hins vegar sé blaða- mönnum og fjölmiðlum sjálfum skylt að tryggja siðareglur og sjálfseftirlit. Það megi ekki vera í verkahring stjórnvalda.“    Ekki þarf að fara til Póllands tilað finna óeðlileg afskipti af fjölmiðlum. Hér á landi voru árið 2011 sett lög sem skylduðu fjöl- miðla til að setja sér starfsreglur og þær reglur skyldi senda fjölmiðla- nefnd ríkisins „til staðfestingar“.    Árvakur neyddist, að viðlögðumdagsektum, til að setja sér slíkar reglur og gerði það í sam- ræmi við ólögin. Fjölmiðlanefnd ríkisins hefur enn ekki staðfest þær.    Skortur á frelsi fjölmiðla þekkistþví miður víðar en í útlöndum. Fjölmiðlafrelsi hér og þar STAKSTEINAR Á síðasta fundi borgarráðs var sam- þykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út fram- kvæmdir við 1. áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd. Þá verður unnið áfram að undirbún- ingi og hönnun vegna síðari áfanga. Áætlaður kostnaður ársins 2019 er 50 milljónir króna. Þessi 1. áfangi endurgerðar verð- ur á milli Breiðholtskirkju og Þang- bakka 8-10. Svæðið verður hellulagt og komið fyrir gróðurbeðum, leikja- svæðum, bekkjum og lýsingu. Áfangi númer 2 verður milli Sam- bíóanna og Þönglabakka 8-10. Þriðji áfanginn verður svo austan Lands- bankans, milli Þönglabakka 8-10 og verslunarmiðstöðvarinnar í Mjódd. Á sama fundi borgarráðs var um- hverfis- og skipulagssviði einnig heimilað að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir/gönguþveranir í Ár- skógum, milli Álfabakka og Skógar- sels. Kostnaðaráætlun er 20 milljón- ir króna. Um er að ræða upp- hækkaðar gönguþveranir í Árskógum sem auka öryggi gang- andi vegfarenda sem sækja þurfa þjónustu s.s. í Mjódd, félagsmiðstöð velferðarsviðs í Árskógum o.fl. Þá verða einnig gerðar lagfæringar á gönguleið á gatnamótum Árskóga og Skógarsels. sisi@mbl.is Torgsvæðin í Mjódd endurgerð  Bættar gönguleiðir eiga að auka öryggi gangandi vegfarenda í hverfinu Morgunblaðið/Arnaldur Mjóddin Umhverfi Breiðholtskirkju verður endurgert næstu misserin. Stjórn Byggðastofnun hefur tekið jákvætt í lánsumsókn fiskvinnsl- unnar Ísfisks á Akranesi en um- sóknin var tekin fyrir á fundi hjá stofnuninni í gær. Tekin var ákvörðun um að segja upp 42 starfsmönnum fyrirtækisins fyrir síðustu mánaðamót vegna óvissu um fjármögnun. Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri á Akranesi, segir þær fréttir ánægjulegar að fengist hafi vilyrði fyrir lánafyrirgreiðslu frá Byggðastofnun í samtali við mbl.is og það sé von í málinu. Aðspurður segist hann þekkja til skilyrðanna og telja að hægt eigi að vera að uppfylla þau á þeim tíma sem gef- inn hafi verið til þess. Á vef Skessuhorns er haft eftir Alberti Svavarssyni, fram- kvæmdastjóra Ísfisks, að fyrir- greiðslan sé háð því að ákveðin skilyrði verði uppfyllt sem fyrir- tækið þurfi svigrúm til að mæta. Því muni áfram ríkja óvissa um framtíð fyrirtækisins í eina til tvær vikur í viðbót. Engu að síður segist Albert von- góður um að Ísfiskur nái að vinna sig út úr þeim fjárhagslegu þreng- ingum sem fyrirtækið hafi átt við að stríða eftir flutning starfsem- innar úr Kópavogi og til Akraness. „Ég er vongóður og vona innilega að starfsfólk okkar geti fengið já- kvæð tíðindi fyrir mánaðamótin.“ hjortur@mbl.is Ísfiskur fær vilyrði um lánafyrirgreiðslu KringlanS: 512 1765 kulturntc NÝJAR VÖRUR FRÁ Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að leyfðar verði veiðar á 197 tonnum af rækju í Arnarfirði í vetur og 568 tonnum í Ísafjarðar- djúpi. Í fyrravetur var ráðgjöfin upp á 139 tonn í Arnarfirði og 456 tonn í Ísafjarðardjúpi. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var nálægt sögulegu lágmarki en yfir skilgreindum varúðarmörk- um, segir í frétt frá Hafrann- sóknastofnun. Rækjan í Arnarfirði var smærri en undanfarin ár. Mikið var af þorsk- og ýsuseiðum var í Arnarfirði og mældist meira af þorski en undanfarin þrjú ár. Stofnvísitala rækju í Ísafjarðar- djúpi var undir meðallagi en yfir skilgreindum varúðarmörkum. Útbreiðsla rækjunnar var að miklu leyti takmörkuð við svæðið innst í Djúpinu. Nýliðunarvísitala rækju var langt undir meðallagi árin 2016-2019. Vísitala þorsks hefur farið lækkandi frá 2012 en magn þorsks var töluvert meira í október 2019 en undanfarin þrjú ár. Ástand rækjustofna í Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda og Öxar- firði var ekki kannað. Ráðgjöf stofnunarinnar hefur undanfarin ár verið að ráðleggja að engar veiðar séu stundaðar á þessum svæðum vegna slæms ástands stofnanna. aij@mbl.is Aukning í ráðgjöf um rækjuveiðar Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.