Morgunblaðið - 19.10.2019, Page 22

Morgunblaðið - 19.10.2019, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Peninga-þvætti ergríðarlegt vandamál og hefur vandinn aðeins magnast eftir því sem rafrænni tækni hefur fleygt fram og hægt er að flytja peninga landa á milli á augabragði. Eðli málsins samkvæmt er erfitt er að átta sig á umfangi peninga- þvættis í heiminum. Talið er að peningaþvætti nemi á milli tveggja og fimm hundraðs- hluta af heimsframleiðslunni. eða allt frá 800 milljörðum til tvö þúsund milljarða dollara (100 til 250 billjónir íslenskra króna). Þetta er stjarnfræðileg upphæð. Alþjóðlegur starfshópur um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem gengur undir skammstöf- uninni FATF og nú er undir forustu Kínverja, hefur í vik- unni þingað í París. Heimurinn er allur undir hjá þessum starfshópi og af einhverjum ástæðum hefur kastljós hans beinst að Íslandi. Þykir honum regluverkinu á Íslandi ábóta- vant og hefur fyrir vikið ákveð- ið að setja Ísland á gráan lista. Auk Íslands var Mongólíu og Simbabve bætt á gráa listann, en Eþíópía, Srí Lanka og Túnis þóttu hafa bætt ráð sitt og voru fjarlægð af listanum. FATF virðist vera með tvo lista, annan gráan og hinn svartan. Á svarta listanum eru aðeins tvö ríki, Norður-Kórea og Íran. Nú ber hins vegar svo við á Parísarfundinum að FATF hótar því að bæta gráu ofan á svart með því að flytja Pakistan af gráa listanum á þann svarta komi Pakistanar ekki skikki á sín mál innan fjögurra mánaða. Peningaþvætti er jafn gam- alt glæpum. Með einhverjum hætti þarf að villa heimildir á illa fengnu fé og koma því í um- ferð. Þá er skattfælni ákaflega mannlegt fyrirbæri. Fjármálakerfi heimsins hef- ur í tímans rás verið sérlega opið fyrir peningaþvætti og að taka á móti peningum án þess að spyrja of margra spurninga um uppruna þeirra. Upp í hug- ann koma svissneskir bankar og skattaskjól á framandi stöð- um á borð við Tortólu og Pan- ama, en einnig er óhætt að nefna fjármálamiðstöðvar víða um heim, til dæmis Lúxemborg og London. Sagt hefur verið að væri greiddur fjármagnsskattur af öllu því fé sem einræðisherrar og rummungar í Afríku hafa sölsað undir sig og komið fyrir á aflandsreikningum dygði það til afborgana af öllum er- lendum skuldum álfunnar. Af nógu er að taka í peninga- þvættismálum þessa dagana auk þess sem megnið af því, sem nú er stundað í þeim efn- um, mun ekki koma fram fyrr en síðar, ef nokkurn tímann. Í nýjasta tölublaði vikurits- ins The Economist er fjallað um hneykslið vegna peninga- þvættis Danske Bank og Swed- bank í Eistlandi og vanda þeirra við að endurheimta traust viðskiptavina og eftir- litsstofnana. Þeir virðast þó ekki hafa bakað nein vandræði gagnvart FATF í heimalöndum sínum. Í heimildarmyndinni Þving- un, sem sýnd var á kvikmynda- hátíðinni RIFF fyrr í mánuð- inum, var því lýst hvernig fasteignamarkaðurinn á Ítalíu gegnir hlutverki peninga- þvottavélar fyrir mafíuna. Sennilega hefur FATF ekki fengið boðsmiða á þá ágætu mynd. Ef litið er til umfangs pen- ingaþvættis í heiminum vekur traust að FATF skuli hafa Ís- land í sigtinu. Þessi áhersla veldur því án vafa að óbóta- menn í heiminum skjálfa á beinunum, hvort sem um er að ræða dagfarsprúða skattsvik- ara, skipulagða glæpahringi eða hryðjuverkasamtök. Sérstaka athygli vekur að í allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið um Ísland og pen- ingaþvætti, hefur ekkert komið fram svo hönd á festi um að hér sé stundað umfangsmikið pen- ingaþvætti. Umræðan snýst öll um það að regluverkinu sé ábótavant, ekki hafi verið grip- ið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjár- mögnun hryðjuverka. Ef eitthvað er að marka þetta hefur verið gripið til full- nægjandi aðgerða gegn pen- ingaþvætti og hryðjuverkum í öllum öðrum löndum heims. Samkvæmt því ætti peninga- þvætti að vera nokkurn veginn úr sögunni. Svo virðist þó ekki vera. Kannski er ástæðan sú að það er eitt að taka upp regluverk og annað að framfylgja því. Ef til vill væri nær að skoða hvort regluverkið virkaði en hvort það væri fyrir hendi. Hinir ágætu listamenn hjá FATF ættu kannski að velta því fyrir sér áður en þeir taka sér fyrir hendur að ráðast að orðspori Íslands. Vitaskuld getur verið að pottur sé brot- inn á Íslandi í þessum efnum, en hann er víðast hvar í heim- inum verr farinn en hér. Stórbrotið peningaþvætti grasserar um allan heim en af ein- hverjum ástæðum kemst Ísland á gráan lista eitt fárra ríkja} Með Ísland í sigtinu Þ ann 14. okt. sl. var ég með sérstaka umræðu á Alþingi um fíkniefna- faraldurinn. Ég er að verða orðlaus á andvaraleysi stjórnvalda gagn- vart þeirri neikvæðu þróun sem nú á sér stað á fíkniefnamarkaðnum. Ástandið er skelfilegt. Hugsum okkur að hér færust 35 til 50 ein- staklingar á ári hverju slysa í vegaumferð, á sjó, í flugi eða af öðrum orsökum. Ég efast ekki um að við slíkar aðstæður myndu stjórnvöld ræsa út öll viðbragðsteymi sem fyrir finnast í landinu og jafnvel bæta mörgum fleiri við. Hvernig stendur þá á því að svo allt of lítið er gert í for- vörnum og úrbótum til að stöðva þennan fíkni- efnaharmleik sem fer nú vaxandi með hverju ári? Viðkvæmt en hlaðið fordómum Málefnið er sannarlega viðkvæmt. Við erum að tala um veikindi sem hafa mátt sæta ótrúlegum fordómum allt of margra. Ef litið er til síðustu þriggja ára hefur vímu- efnaneysla í æð vaxið gríðarlega. Alltaf fjölgar í hópi nýrra sprautuneytenda, sem eru einnig að verða sífellt yngri. Neysla örvandi vímuefna svo sem kókaíns og amfetamíns vex, sem og neysla ópíóíða. Allar tölur sýna þetta. Ástandið hefur aldrei verið alvarlegra. Þörf fólks á því að komast í meðferð og fá hjálp er alltaf að aukast. Sameinumst – hjálpum þeim SÁÁ, heilbrigðisyfirvöld og sveitarstjórnir þurfa að sýna samstöðu. Ég hef þá óbilandi trú að samtakamáttur okkar geti orðið til þess að við getum náð raunverulegum árangri í baráttunni við fíkni- vandann. Það er öruggt að ástandið fer versn- andi og sést það best á því að á rúmu ári hefur biðlistinn á Vog lengst um 100 manns og telur nú rétt um 700 einstaklinga. Það er staðreynd að yfir 6.000 einstaklingar á aldrinum 20-40 ára hafa læknisfræðilega verið greindir fár- veikir af fíknisjúkdómi. Þetta eru hrikalegar tölur. Óvirk í samfélaginu Vonleysi og depurð einkennir bæði neyt- endur og ástvini þeirra. Stór hluti þess unga fólks sem kemur til meðferðar á Sjúkrahúsinu Vogi er algjörlega óvirkur í samfélaginu. Hann er ekki á vinnu- markaði og sinnir heldur ekki uppeldi barna sinna. Líkamleg og andleg heilsa þeirra sem koma vegna langvarandi neyslu er mjög slæm, ekki hvað síst hjá ung- um konum. Tökum saman höndum Einhvers staðar verður að byrja. Ég vil sjá biðlistum eftir fyrstu hjálp eytt strax. Það þarf að byggja nýja álmu við sjúkrahúsið Vog. Ég vil sjá það besta og faglegasta sem við eigum í baráttunni vera eflt enn frekar. Köstum frá okkur fordómum og allri afneitun. Ráðumst til aðgerða strax. Við megum ekki missa fleiri ástvini okk- ar í ótímabæran dauða. Inga Sæland Pistill Fíkniefnafaraldurinn: Þjóðarharmleikur Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Með aukinni sjálfvæðinguaksturs aukast þærkröfur sem gera verðurtil umferðarmerkinga. Eigi bílar að geta lesið slík merki er mikilvægt að alþjóðlegum stöðlum sé fylgt. Þetta segir Einar Pálsson, for- stöðumaður þjónustusviðs hjá Vega- gerðinni. Margir ökumenn nýrra bíla kannast við það að bíllinn virðist að- stoða þá við að halda sér innan ak- reinanna. Umhverfisskynjun bíla byggist, enn sem komið er, aðallega á myndgreiningu umferðarmerkja og annarra vegmerkinga, en fæst ekki með hjálp staðsetningarbún- aðar. Helsta undantekningin eru þó líklega upplýsingar um hámarks- hraða, en þær fá bílar jafnan gegn- um leiðsögutæki sem búin eru svo- kallaðri hraðaþekju, gagnagrunni um hámarkshraða á vegum. „Það þarf ekki nema smá snjóföl til að hylja yfirborðsmerkingar,“ segir Einar og bætir við að því sé töluverð áskorun að ætla sjálfkeyr- andi bílum að aka við allar aðstæður á Íslandi. „En tækninni fleygir fram. Það má hugsa sér að í framtíðinni verði umferðarmerkin með ein- hverjum innbyggðum búnaði sem ökutækið getur skynjað þegar ekið er nálægt því, án þess að það þurfi endilega að „sjá“ á merkið.“ Endurskoðun umferðar- merkja stendur yfir Skipaður hefur verið starfs- hópur sem á að endurskoða reglu- gerð um umferðarmerki, en Einar á sæti í þeim hópi fyrir hönd Vega- gerðarinnar. Spurður hvort veiga- mikilla breytinga megi vænta með reglugerðinni, segir hann svo ekki vera. „En við fylgjum Vínarsáttmál- anum um einsleitni umferðarmerkja, sem er auðvitað mikilvægt fyrir slíka bíla því þeir geta greint þau bann- merki.“ Ekki þurfi því að finna upp hjólið í snjallbílavænum umferð- armerkjum heldur fyrst og fremst að sjá til þess að merkin falli að alþjóð- legum stöðlum, sem bílaframleið- endur laga sig að. „Eins og staðan er nú snýst þetta aðallega um að umferðarmerk- ingarnar séu í samræmi við það sem er í Evrópu.“ En hvaða breytinga má vænta með nýjum umferðarmerkingum? „Við erum meðal annars að horfa á þessi breytilegu umferðar- merki,“ segir Einar og vísar til tölvu- stýrðra merkja sem breyta má fyrir- varalaust, til dæmis eftir dagtíma. Slík merki eru algeng víða erlendis, en fágæt hér á landi enda ekki getið sérstaklega í reglugerð um umferð- armerki. Þau má þó finna á stöku stað, til dæmis við gatnamót Bú- staðavegar og Reykjanesbrautar, við Sprengisand í Reykjavík, en þar er tölvustýrt umferðamerki sem bann- ar vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut á annatímum. Ferðamannavegvísar Önnur breyting sem er til skoð- unar er innleiðing nýrra vegvísa, sem ætlaðir eru ferðamönnum. „Ferðamönnum hefur fjölgað mikið síðustu árin og hingað til lands er kominn hópur sem er ekki endilega að ferðast á milli bæja heldur á milli ferðamannastaða,“ segir Einar. Því sé nú til skoðunar að innleiða nýja tegund skilta, brúna vegvísa, sem vísi veginn milli áhugaverðra ferða- mannastaða, til hliðar við gulu skiltin sem lóðsa menn bæjanna á milli. Kröfur til umferðar- merkja aukast Morgunblaðið/RAX Merki Umferðin stýrir sér ekki sjálf. Staðlaðar merkingar eru snjallbílum mikilvægar. Talið er mikilvægt að merkin falli að alþjóðlegum stöðlum. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á dögunum tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins þess efnis að gerð yrði heildarúttekt á umferðar- merkingum í Reykjavík með til- liti til tækninýjunga í sam- göngum. Á þar meðal annars að ganga úr skugga um að yfir- borðsmerkingar akreina og gangbrauta séu nægilega skýr- ar fyrir bíla til að greina skilti, hraðamerkingar og gang- brautarmerkingar í samræmi við staðla. Lengi hafa brotalam- ir verið á síðastnefnda atriðinu, og víðar en í Reykjavík þar sem gangbrautir eru merktar á ýmsa vegu, eða jafnvel alls ekki. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins segir að Reykjavík eigi að hafa burði og metnað til að innleiða sjálfkeyrandi tækni á götur borgarinnar, fyrst sveitar- félaga. Borgin verði í fararbroddi REYKJAVÍKURBORG ENDUR- SKOÐAR MERKINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.