Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 10
Fólkið08/15 HjúkrunarFræðingar Fá mjög góða háskólamenntun hér á landi og það er synd að við náum ekki að halda besta fólkinu okkar hér. Það er margt sem bendir til þess að við séum að framleiða hjúkrunar- fræðinga fyrir nágrannalöndin, segir Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, um stöðu hjúkrun- ar í dag. „Með sameiningu spítalanna erum við búin að veikja vinnu- markaðinn fyrir vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. Það er ekkert hægt að loka augunum fyrir því.“ Sameining spítalanna var ein erfiðasta ákvörðun sem Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, tók í lok ársins 1998, en það var sú ákvörðun sem var kveikjan að því að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir ákvað að rannsaka ferli stefnumótandi ákvörðunar um sameiningu spítalanna í doktorsnámi sínu við London School of Economics. Ferli þetta tók í raun fjöldamörg ár og fór að hluta til leynt á meðan átökin um gagnagrunnsfrumvarpið stóð sem hæst. Það var svo á blaðamannafundi 18. desember 1998, sem boðaður var með litlum fyrirvara, að tilkynnt var um sameiningu sjúkrahúsanna. „Þá var allt um garð gengið og ekki aftur snúið. Þetta er þekkt aðferð við stefnumótun, að taka ákvörðun sem verður ekki aftur tekin,“ segir Sigurbjörg og bætir við að hlutun- um hafi verið þannig fyrir komið að sýnt var að ákvörðunin væri endanleg. Það hvernig og hvers vegna hægt var að taka þessa erfiðu ákvörðun á tíunda áratugnum en ekki þeim níunda, þegar það var fyrst reynt, var sú spurning sem rannsókn Sigurbjargar varpar ljósi á. Ein af meginniðurstöðum rannsóknar innar var m.a. sú að skýringarnar má finna í þróun á stöðu stærstu og áhrifamestu fagstéttanna innan heilbrigðis- kerfisins og þátt þessara stétta í opinberri stefnumótun, þ.e. lækna og hjúkrunar fræðinga. Þróun þessara stétta var í þveröfuga átt á því tímabili sem rannsóknin náði yfir. Á meðan læknar sem hagsmunahóp- ur urðu sundurleitari hafði aukin samstaða meðal hjúkrunarfræðinga og öflug forysta styrkt stéttina til áhrifa í opinberri stefnumótun. Á meðan læknar sem hagsmunahópur urðu sundurleitari hafði aukin samstaða meðal hjúkrunarfræðinga og öflug forysta styrkt stéttina til áhrifa í opin berri stefnumótun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.