Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 32
Fólkið10/16 GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIR Í doktorsnám til að efla bráðahjúkrun á Íslandi Guðbjörg Pálsdóttir hóf störf á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir útskrift. „Þessi tími fyrir norðan er alltaf sveipaður sérstökum ljóma. Þarna fékk ég bráðahjúkrunarbakteríuna sem ég geng enn þá með og eigna þeim heiðurinn af.“ Næsti viðkomustaður Guðbjargar var lyflækningadeild á Landakoti og við sameiningu Landakots og Borgarspítala í maí 1992 réð hún sig á bráðamóttökuna í Fossvogi og hefur unnið þar við ýmis störf undanfarin 23 ár. „Þessi hópur sjúklinga og aðstandenda á hug minn allan þegar kemur að hjúkrun,“ en Guðbjörg hefur verið í stöðu almenns hjúkrunarfræðings, deildarstjóra, framkvæmdastjóra og undanfarin átta ár sem sérfræðingur í bráðahjúkrun. Guðbjörg fór í meistaranám til Baltimore í Bandaríkjunum í slysa- og bráðahjúkrun og útskrifaðist þaðan 1997. Að sögn Guðbjargar var það ótrúlega mikil reynsla að kynnast hjúkrunarstarfinu í miðbæ Baltimore þar sem glæpir eru algengir og lífsgæði ólík því sem við þekkjum héðan. Eftir útskrift byrjaði hún að kenna við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, bæði í BS-, diplóma- og meistaranámi. Hún hefur tekið virkan þátt í frumkvöðlastarfinu að kenna bráðahjúkrun og skipulagt grunn- og framhaldsnám í bráðahjúkrun. Guðbjörg tók þátt í stofnun fag- deildar bráðahjúkrunarfræðinga árið 1998 og gegndi þar formennsku. Hún hefur starfað með fagdeildinni síðan og er fulltrúi hennar í stjórn FÍH, jafnframt því að vera varaformaður FÍH. Guðbjörg er um þessar mundir að hefja doktorsnám í hjúkrun til að bæta við sig þekkingu með það að markmiði að efla veg og vanda bráðahjúkrunar á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.