Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 13
Fólkið11/15 Tilvísunarreglugerðinni, sem ætlað var að koma á aftur, var slegið á frest þegar stjórnarskipti urðu 1995. Sú reglugerð er enn í frestun. Heilsugæslulæknar, sem unnið höfðu ötullega að hugmynda- fræðinni um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og virkar þannig sem þjónustustýring innan kerfisins, upplifðu sig svikna. Eftir tilvísunardeiluna svokölluðu og samhliða sameiningarferli sjúkrahúsanna opnuðu sérgreinalæknar í auknum mæli eigin stofur og starfsemi þeirra utan sjúkrahúsa jókst hröðum skrefum. Hugmyndin um háskólasjúkrahús kom síðast inn í sameiningarferlið. Þeir sem töluðu fyrir þeirri hugmynd voru sjúkrahúslæknarnir sem voru búnir að helga sig störfum innan sjúkrahúsanna og höfðu lagt áherslu á að þróa hágæðalæknisþjónustu með þróun læknavísinda á Íslandi í samstarfi við Háskóla Íslands. Með öðrum orðum, læknastéttin var ekki lengur tiltölulega einsleitur hópur með sameigin- lega hagsmuni heldur mátti í stórum dráttum greina hér þrjá hópa sem höfðu mismunandi hagsmuna að gæta, þ.e. heilsugæslulækna, sérgreinalækna sem störfuðu á stofum sínum út í bæ, og svo sjúkrahúslæknana sem helgað höfðu sig læknavísindunum innan sjúkrahúsanna. Lögmál háskólasjúkrahúss er að sameina sérgreinar læknisfræðinnar og fá með því lágmarksfjölda sjúkdóms- og slysatilfella á einn stað til að skapa skilyrði fyrir læknanema sem þurfa að sjá tiltekinn fjölda tilfella til að byggja upp þekkingu og þjálfun, og sérfræðilækna til að viðhalda hæfni sinni. Þetta er algjör forsenda þess að tryggja öryggi og gæði lækninga. Hér má segja að sjúkrahúslæknarnir og stjórnvöld á þessum tíma hafi sameinast um sameiningu sjúkrahúsanna til að ná ákveðnum mark- miðum. Aftur á móti voru markmið sjúkrahúslæknanna og stjórnvalda ólík. Að sögn Sigurbjargar var aðalmarkmið stjórnvalda hagræðing og sparnaður. Leiðin að því marki var að sameina sjúkrahúsin. Þannig Hér má segja að sjúkrahúslæknarnir og stjórnvöld á þess- um tíma hafi samein- ast um sameiningu sjúkrahúsanna til að ná ákveðnum markmiðum. Aftur á móti voru markmið sjúkrahúslæknanna og stjórnvalda ólík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.