Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 76
Fagið14/16 nánast eingöngu sömu opnu spurninguna í þeim tilfellum: „Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í framtíðinni?“ Siðfræði og lög: Ættu allir dauðvona sjúklingar að ræða um eigin yfirvofandi dauða við heilbrigðisstarfsfólk? Um þetta eru skiptar skoðanir enda togast iðulega á ólíkir hagsmunir. Þó ávinningur kunni að vera af slíkum samtölum fyrir sjúklinginn, vegna þess að þau draga úr líkum á verulega skertum lífsgæðum tengdum aukaverkunum óþarfrar meðferðar við lífslok, ber hins að gæta að sjúklingurinn sjálfur kann að óska þess að allt verði reynt til lækningar fram á síðustu stund. Eins þarf að taka tillit til þess, að þó rannsóknir sýni að aðstand- endum, sem missa ástvini, vegni betur séu þeir upplýstir tímanlega um komandi dauða sjúklingsins, þá er það almennt viðurkennd túlkun á lögum um réttindi sjúklinga að sjúklingurinn eigi rétt á að fá að halda upplýsingum um ástand sitt á milli sín og læknis síns (Lög um réttindi sjúklinga, 1997). Loks er það ekki sjálfgefið að sjúklingur- inn vilji ræða um eigin dauða eða upplýsa sína nánustu. Þessi hagsmunatogstreita gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að meta hvenær og hvernig rétt sé að takast á við þessa umræðu. Okkar rannsóknir sýna þó að yfirgnæfandi meirihluti sjúklinga hefur þörf fyrir að ræða þessi mál þó margir, einkanlega karlmenn, þurfi stuðn- ing til að hefja slíka umræðu. Sú rannsókn, sem hér hefur verið kynnt, er skref í þá átt að þróa aðferð sem er siðfræðilega sjálfbær og getur nýst heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum við þessar erfiðu aðstæður án þess að ganga yfir persónumörk viðkomandi. * Vísindasiðanefnd VSNb 20033/03.7 og persónuvernd 2012060771 samþykktu rannsóknina sem hér er til umfjöllunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.