Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 26
Fagið04/08
tímapunkti á ákveðnum skilgreindum deildum eða öllu sjúkrahúsinu
er safnað upplýsingum um hve margir inniliggjandi sjúklingar eru
með einkenni sem uppfylla skilyrði spítalasýkinga. Með þessum
hætti er hægt að fá mynd af tíðni spítalasýkinga á þessum eina
tímapunkti en hafa ber í huga að ástandið getur breyst fljótt og
jafnvel samdægurs. Niðurstöður algengisskráninga er hægt að nota
til að bera sjúkrahúsið saman við önnur sjúkrahús og einnig við eigin
niðurstöður til að sjá sveiflur yfir árið og milli ára. Algengisskráning
spítalasýkinga, sem var framkvæmd á
sjúkrahúsum ýmissa Evrópulanda að
undirlagi Sóttvarnastofnunar Evrópu
(ECDC) á tímabilinu 2011-2012, sýndi
að 2,3%-10,8% inniliggjandi sjúklinga
(að meðaltali 6%) voru með spítalasýk-
ingu (eina eða fleiri) þegar skráningin
fór fram. Á gjörgæsludeildum voru
19,5% sjúklinganna með spítalasýkingu
(European Centers for Disease Control
and Prevention, 2013). Tíðni spítalasýk-
inga á sjúkrahúsum í þróunarlöndunum
er hærri en á vestrænum sjúkrahúsum
og allt að 50% sjúklinga á gjörgæsludeildum í þróunarlöndum fá
spítalasýkingar (Nejad o.fl., 2011). Á sjúkrahúsum eru algengustu
spítalasýkingarnar þvagfærasýkingar, skurðsárasýkingar, neðri
öndunarvegasýkingar og blóðsýkingar (European Centers for Disease
Control and Prevention, 2013).
Nýgengisskráning er það form skráningar sem segir til um fjölda
nýrra atvika í ákveðnum skilgreindum hóp yfir ákveðið tímabil
(Rothmann, 2002). Nýgengisskráning er algengt form á skráningu
spítalasýkinga og gefur aðra mynd af spítalasýkingum en algengis-
skráning. Þegar nýgengisskráning er framkvæmd er ákveðnum sjúk-
lingahópum fylgt eftir í ákveðinn tíma og fylgst með því hvort þeir fá
sýkingu og stuðst við ákveðnar skilgreiningar í því skyni. Oft er stuðst
við skilgreiningar CDC um sýkingar (Centers for Disease Control
and Prevention, 2016b). Nýgengisskráning segir til um hve margir
sjúklingar í þessum afmarkaða sjúklingahóp fengu sýkingu eða hversu
margar sýkingar komu fram yfir ákveðið tímabil. Sem dæmi má nefna
Á sjúkrahúsum
eru algengustu
spítalasýkingarnar
þvagfærasýkingar,
skurðsárasýkingar,
neðri öndunar-
vegasýkingar og
blóðsýkingar.