Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 41
Félagið19/22 Í þennan rýnihóp völdust hæfir hjúkrunarfræðingar sem skiluðu til baka mjög góðum tillögum sem gögnuðust afar vel í lokavinnu siðareglna. Með þessum hætti teljum við í siðaráði að tekist hafi að fá fleiri sjónarmið að vinnunni sem við trúum að á endanum hafi skilað okkur betri og vandaðri siðareglum. Drög að lokaskjali var tilbúið snemma á vormánuðum 2015 og var það sent í prófarkarlestur, þar fékk skjalið sérstakan „spariyfirlestur“ og niðurstaðan varð faglegt og hagnýtt skjal með fallegum texta. Nýjar siðareglur FÍH voru svo lagðar fyrir aðalfund 18. maí 2015 og samþykktar einróma. Nú kann einhver að hugsa að eitthvað hafi þessar nýju siða reglur verið illa kynntar. Kynning á siðareglum þótti okkur ekki beinlínis vera for- gangsverkefni enda hafa mörg önnur og brýnni verkefni verið í brennidepli félagsins síðan vorið 2015. Þau þekkja allir og þarf ekki að telja upp. Siðareglurnar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði FÍH síðan í maí 2015 og nú á vormánuðum er stefnt að því að skipta út siðareglum sem hanga víða innrammaðar á veggjum heilbrigðisstofnana um land allt. Fleira hefur okkur dottið í hug og er það meðal annars að útbúa „stuttu útgáfuna“ af siðareglunum, en þetta á eftir að útfæra betur. Og svo horfum við líka til þess að hafa siðareglurnar aðgengilegar fyrir félagsmenn í „appi“. Siðaráð 2013-2015, sem vann siðareglurnar, eru eftirfarandi hjúkrunarfræðingar: Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir formaður, Birna Óskarsdóttir ritari, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Lovísa Baldursdóttir, Linda Þórisdóttir og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir. Það er von okkar að hjúkrunarfræðingar verði eins stoltir og við erum af nýjum siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Siðareglurnar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði FÍH síðan í maí 2015 og nú á vormánuðum er stefnt að því að skipta út siðareglum sem hanga víða innrammað- ar á veggjum heilbrigðis- stofnana um land allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.