Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 71
Fagið09/16 Við skipulagningu inngripsins var leitað í smiðju áhugaskapandi samtala (e. motivational inter viewing) en aðferðin var sérstaklega löguð að líknar- og lífslokameðferð (sjá umfjöllun um aðferðina hér neðar). Inngripið fól í sér tilboð um samtal, í þessu tilviki um eigin yfirvofandi dauða, þar sem þess er jafnframt gætt að engin þvingun í átt til slíkrar umræðu eigi sér stað enda er það kjarninn í áhugaskapandi sam- tölum (Helgason og Skúlason, 2014). Íslenska rannsóknin byggðist á viðtölum við 195 sjúklinga á Landspítalanum með staðfestan ólæknandi sjúkdóm (Skúlason o.fl., 2014). Við vinnslu gagnanna kom í ljós verulegur kynjamunur varð- andi frumkvæði viðmælenda til að ræða um eigin yfirvofandi dauða. Karlar voru síður líklegir til að hefja umræðu um dauðann án stuðnings. Fyrir inngripið höfðu átta af tíu konum átt frumkvæði að samræðunni en einungis þrír af tíu körlum. Eftir inngripið höfðu níu af tíu konum og sex af tíu körlum átt samtal um eigin yfirvofandi dauða. Rannsóknin leiddi því í ljós að karlar með ólæknandi sjúkdóma eru tregari en konur til að ræða um eigin yfirvofandi dauða en að draga megi verulega úr kynjamun með því að nota gagnreynd inngrip sem byggjast á aðferðum sem ekki ögra persónumörkum einstaklinganna. mynd 1. Tal um eigin yfirvofandi dauða í hefðbundnu klínísku samtali. 100% 80% 60% 40% 20% 0% n karlar n konur 30% 80% 59% 91% Fyrir inngrip Eftir inngrip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.