Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 40
Félagið18/22 siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnað og tók til starfa í byrjun árs 2013. Eitt af stærri og mikilvægari verkefnum siðaráðs fyrstu tvö starfsárin var að endurskoða siðareglur FÍH og færa þær nær nútímanum. Í gildi voru vandaðar siðareglur frá árinu 1997 sem voru afar vel unnar en með tilkomu vef- og samfélags- miðla þótti brýnt að endurskoða þær. Var því lagt af stað í ítarlega endurskoðun og mikla vinnu á nýjum siðareglum. Leiðarljós í vinnu siðaráðs var allan tímann að ekki skyldi umbylta siðareglunum enda engin ástæða til, einungis var því breytt sem þurfti og mjög margt hélt sínu, í einhverjum tilvikum með nýju orðalagi. Eitt fyrsta skrefið í vinnunni var að skoða vandlega endurskoðaðar siðareglur Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) frá 2012 og útfærslu þeirra í Noregi en það var nokkuð sem siðaráði þótti vert að horfa til. Í þeirri vinnu voru siðareglur alþjóðaráðsins þýddar yfir á íslensku og notaðar að einhverju leyti í uppbyggingu nýrra endurbættra reglna. Siðareglur annarra landa voru einnig hafðar til hliðsjónar, má þar nefna kanadísku og áströlsku siðareglurnar, eitt og annað gagnlegt var notað úr þeim. Fyrst og fremst voru þó siða- reglurnar frá 1997 hafðar til hliðsjónar. Áhugasömum hjúkrunarfræðingum boðin þátttaka Siðaráði þótti mikilvægt að bjóða öllum áhugasömum hjúkrunar- fræðingum til að taka þátt í koma að þessu verkefni. Því var efnt til vinnufundar haustið 2013 sem haldin var í húsnæði FÍH að Suðurlandsbraut. Þrátt fyrir dræma þátttöku á fundinum komu fram ný sjónarhorn og ný atriði bættust við siðareglurnar. Vorið 2014, þegar vinnan hafði staðið í tæplega eitt og hálft ár, vorum við komnar með í hendur afar stórt og mikið skjal sem átti á næstu mánuðum eftir að styttast verulega í meðförum. Alltaf var leiðarljósið að gera siðareglurnar faglegar og hagnýtar og alls ekki of langar. Um haustið fór siðaráð þess á leit við sviðstjóra fagsviðs FÍH að tilnefndur yrði rýnihópur sem myndi fá í hendur drög siðaráðs að nýjum siðareglum. Í þeirri vinnu voru siðareglur alþjóðaráðsins þýddar yfir á íslensku og notaðar að einhverju leyti í uppbyggingu nýrra endurbættra reglna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.