Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 52
Fagið08/08
Fræðsla og stuðningur til bæði sjúklinga og aðstandenda er mikil-
vægur þáttur í meðferð við óráði. Leiðbeiningunum fylgir fræðsluefni
fyrir aðstandendur. Veita þarf sjúklingum í óráði stuðning, ekki síður
þegar ástandið er gengið yfir, svo sem með því að hvetja þá til að
ræða reynslu sína við heilbrigðisstarfsmenn. Meta þarf einnig hvort
þörf sé á áframhaldandi stuðningi.
Lokaorð
Þetta eru fyrstu klínísku leiðbeiningar sem komið hafa út á íslensku
um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði og eru þær aðgengilegar
á vef Landspítala. Leiðbeiningarnar eru þverfaglegar og gagnast
hjúkrunarfræðingum sem og öðrum heilbrigðisstéttum til að sporna
við og draga úr afleiðingum óráðs. Mikilvægt er að þekking á óráði sé
góð meðal heilbrigðisstarfsmanna svo vandamálið sé greint í tíma og
viðeigandi meðferð veitt. Notkun klínískra leiðbeininga, sem byggja
á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, stuðlar að bættri meðferð
og þar af leiðandi bættri afkomu sjúklinga.
Um höfunda
Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, MS, heila-, tauga-
og bæklunarskurðdeild Landspítala, aðjunkt við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands.
Elfa Þöll Grétarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, Landspítala,
aðjunkt við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Hlíf Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, Landspítala,
aðjunkt við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur, diplóma í hjúkrun
aðgerðasjúklinga, skurðlækningadeild 12-G, Landspítala.
HEiMiLdir
Landspítali. (2015). Klínískar leiðbein-
ingar um greiningu, forvarnir og
meðferð við óráði. Sótt á http://
www.landspitali.is/lisalib/getfile.
aspx?itemid=dd2b7a54-f8af-11e4-
9ea2-005056be0005.
NICE (National Institute for Health
and Clinical Excellence. (2010).
Delirium: diagnosis, prevention and
management. London: NICE. Sótt á
http://www.nice.org.uk/cg103.