Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 57
Þankastrik13/15
Við HjúkrunarFræðingar erum vel menntuð stétt, margir með
viðbótarmenntun og sífellt fleiri komnir með meistara- eða doktors-
nafnbót. Hvatning til frekara náms er ekki drifin af loforðum um betri
vinnuskilyrði eða ofurlaun heldur innri löngun og þrá til að bæta
sig. Samkvæmt siðareglum hjúkrunarfræðinga er það skylda okkar
að fylgjast með nýjungum, viðhalda þekkingu, sinna endurmenntun,
en er fylgst með því? Hver á að gera það og eiga að vera einhver
viðurlög ef maður gerir það ekki?
Við útskrift úr háskóla, eða Hjúkrunarskólanum hér áður fyrr, er
hægt að sækja um hjúkrunarleyfi en það er ekki kvöð á að endurnýja
það leyfi svo lengi sem viðkomandi hefur ekki verið sviptur því. Það
má því segja um okkur eins og skátana: „Eitt sinn hjúkrunarfræðing-
ur, ávallt hjúkrunarfræðingur.“
Hjúkrunarfræðingar, sem starfa erlendis, til dæmis í
Bandaríkjunum eða Bretlandi,
þurfa hins vegar að endurnýja
leyfin sín reglulega, eða á tveggja
til þriggja ára fresti. Ef þeir vinna
á sérhæfðri deild, til dæmis á
bráðamóttöku, þá þurfa þeir
líka að endurnýja endurlífgun-
arskírteini sitt reglulega. Ef
það er ekki gert þá missa þeir
vinnuna því ekki vilja sjúkrahúsin
hafa starfsfólk í vinnu sem ekki
uppfyllir kröfur og reglugerðir
sem settar hafa verið. Þessi krafa
er líka á Norðurlöndunum, þeim
löndum sem við berum okkur oft
saman við, til dæmis er gerð sú
krafa í Noregi að árlega sé farið á
endurlífgunarnámskeið. Íslenskir
sérfræðingar í hjúkrun þurfa að endurnýja sérfræðingsleyfi sitt á
nokkurra ára fresti en ekki hinn almenni hjúkrunarfræðingur.
Þegar auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum hér á landi er gerð
krafa um hjúkrunarleyfi og stundum starfsreynslu í einhver ár eða
reynslu á ákveðnu sviði og framhaldsnám ef staðan krefst þess. En
„Þegar auglýst er eftir
hjúkrunarfræðingum hér
á landi er gerð krafa um
hjúkrunarleyfi og stundum
starfsreynslu í einhver ár
eða reynslu á ákveðnu
sviði og framhaldsnám
ef staðan krefst þess. En
vantar ekki skýrari hæfn-
iskröfur hjá stofnunum
og hvernig hægt er að
viðhalda þeim?“