Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 65
Fólkið03/05
„Okkur langar að flytja aftur heim. Við erum íslensk og það
er sterkt í okkur. Ég vil að dætur mínar verði Íslendingar í fram-
tíðinni og við söknum fjölskyldu okkar og vina,“ segir Edda Marý
Óttarsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur, en hún hefur unnið við
Ullevålsjúkrahúsið sem er hluti af háskólasjúkrahúsinu í Ósló undan-
farin fimm ár. Ástæðan fyrir því að Edda Marý flutti búferlum var að
stórum hluta fjárhagsleg.
„Ég var einstæð móðir og dæmið gekk einfaldlega ekki upp hérna
heima. Ég var komin í fjárhagsleg vandræði og fór því til að bjarga
fjármálunum.“ Barnsfaðir hennar
flutti á sama tíma til Svíþjóðar og
bjó dóttir þeirra hjá honum fyrsta
árið eftir að Edda flutti út og ferðast
hún reglulega á milli landanna.
„Þrátt fyrir að launin séu betri þá er
dýrt að búa í Ósló, en fjárhagslegt
öryggi er meira og betri líðan
almennt,“ að sögn Eddu.
Aðspurð um hver væri helsti
munurinn á því að vinna í Noregi
og Íslandi segir hún að vakta-
skipulagið geri gæfumuninn. Hjá
hjúkrunarfræðingum, sem vinna
100% vinnu á þrískiptum vöktum, er vinnuvikan 35,5 klukkustundir
að meðtöldum matartíma. Að sögn Eddu er vaktaskipulagið meira
fljótandi og vel skipulagt með tilliti til hvíldartíma og aðlögunar að
sólarhringnum. Þannig vinnur hún fjórðu hverja helgi og aukavaktir
eru fátíðar. „Eftir að hafa unnið þrjár næturvaktir á einni helgi tökum
við hvíld í viku. Það frí er í raun áunnið með því að vinna fleiri tíma
sumar vikurnar. Þetta er mjög gott fyrirkomulag upp á að jafna
svefnmynstrið. Mér líkar mátinn sem við svæfingahjúkrunarfræðingar
í Noregi vinnum á, við vinnum mjög sjálfstætt og það er talsvert
svigrúm fyrir endurmenntun. Til dæmis er það í reglum hér að tveir
svæfingahjúkrunarfræðingar mega innleiða svæfingu hjá frískum
sjúklingum, en á Íslandi er læknir alltaf til staðar,“ segir Edda.
„Lífsgæðin í Noregi gera gæfumuninn. Norðmenn eru viðkunn-
anlegir og duglegir líkt og Íslendingar. En þeir eru nægjusamir og
Að sögn Eddu er vakta-
skipulagið meira fljótandi
og vel skipulagt með
tilliti til hvíldartíma og
aðlögunar að sólarhring-
num. Þannig vinnur hún
fjórðu hverja helgi og
aukavaktir eru fátíðar.