Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 69

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 69
Fagið07/16 ÞEgar lækning er ekki lengur möguleg standa sjúklingar, sem takast á við lokaþátt alvarlegra sjúkdóma, frammi fyrir ættingjum og vinum og velta fyrir sér hvort, eða hvernig, þeir ættu að ræða við sitt nánasta fólk um ástand sitt og horfur. Sérstaklega veitist mörgum erfitt að hefja umræður um eigin yfirvofandi dauða og auk þess eru viðbrögð nánustu aðstandenda oft eitthvað á þá leið að „við ætlum ekki að gefast svona auðveldlega upp“. Sjúklingurinn, sem um ræðir, hefur oft mjög skýra mynd af því hvert stefnir, en þrótturinn þverr, verkir aukast og aukinnar verkjameðferðar er þörf, auk þess sem róandi lyf og svefnlyf slæva og minnka meðvitund sjúklingsins. Þegar svo er komið eru tækifærin fyrir umræðu um eigin dauða orðin færri og skömmu síðar engin. Það er með öðrum orðum vafasamt að fresta slíkri umræðu þegar greining sjúkdóms leiðir í ljós að lækning er ekki lengur möguleg. Það eru einungis nokkrir áratugir síðan þeirri aðferð var hætt á Vesturlöndum að segja ekki sjúklingum hversu alvarlegt ástand þeirra væri orðið. Á seinni árum hafa siðferðislegar hefðir læknavísindanna breyst í þá átt að segja satt og rétt frá í öllum meginatriðum (e. conditional disclosure) (Field og Copp, 1999; Gorer, 1965). Þar er tekist á við annars vegar réttindi sjúklings til að fá réttar upplýsingar og hins vegar að fá að halda í vonina eða réttinn til að vita ekki hvernig komið er. Í heilbrigðisþjónustu er stöðugt verið að leita jafnvægis varðandi þessi réttindi. Í nútímaumönnun er almennt mælt með að umræða um lífslokameðferð hefjist mun fyrr í líknarmeðferð en áður var (Mack o.fl., 2012; National Consensus Project for Quality Palliative Care 2015; Smith o.fl., 2012; Quill, 2000). Nýlegar rannsóknir benda til að ávinningur fyrir sjúklinginn sé fyrir hendi (Steinhauser o.fl., 2000). Aðrar rannsóknir benda til að samtölin dragi úr áhættunni á því að beitt sé öllum tiltækum úrræðum til lækninga þó víst sé að lækning muni ekki bera árangur og aukaverkanir meðferðarinnar muni hafa slæm áhrif á líðan sjúklingsins á lokaskeiði lífsins (Mack o.fl., 2010; Weeks o.fl., 1998; Wright o.fl., 2008). Rannsóknir á nánustu aðstandendum, sem missa ástvini sína, hafa og leitt í ljós að langtímaávinningur er að bæði að upplýsingum og tímanlegri vitneskju um að ástvinurinn sé að deyja. Tímanleg vitneskja dregur úr líkum á langvinnri sálfræðilegri vanlíðan (psychological trauma)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.