Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 34
Fólkið12/16 HALLA ARNARDÓTTIR Hjúkrunarstarfið er ígildi vegabréfs Halla Arnardóttir hóf að vinna á brjóskholsskurðdeild á Landspítala eftir útskrift. „Þetta var spennandi tími en þá var nýbyrjað að fram- kvæma opnar hjartaaðgerðir hérlendis. Ég flutti síðan til Þýskalands árið 1992 og vann sem „Krankenschwester“ (hjúkrunarkona) í eitt ár á hjartaskurðdeild í Heidelberg. Sá tími var afar lærdómsríkur og áhugaverður,“ að sögn Höllu. Þegar heim kom fór hún aftur til starfa á brjóskholsskurðdeild Landspítalans og síðar á göngudeild krabbameinslækninga. Á árunum 2004 til 2010 vann hún í einkafyrirtæki við klínískar rannsóknir (Encode) og var deildar- stjóri þar. „Vegna þeirrar reynslu, sem ég hlaut þar, var ég ráðin í það starf sem ég gegni núna en ég er verkefnastjóri á klínísku rannsóknar- setri Landspítala og Háskóla Íslands.“ Líkt og margir aðrir hjúkrunarfræðingar vann Halla um tíma á landsbyggðinni og um tíma með minnisskertum einstaklingum í Hlíðabæ. Hún tók síðar kennsluréttindin og kenndi sjúkraliðanemum í Fjölbraut í Breiðholti og tók síðar diplómanám í lýðheilsu. „Hjúkrunarmenntunin hefur því skilað mér áhugaverðum störfum bæði innanlands jafnt sem erlendis. Í raun má líkja hjúkrunarnáminu við það að fá vegabréf sem opnar fyrir manni margar leiðir,“ segir Halla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.