Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 34
Fólkið12/16 HALLA ARNARDÓTTIR Hjúkrunarstarfið er ígildi vegabréfs Halla Arnardóttir hóf að vinna á brjóskholsskurðdeild á Landspítala eftir útskrift. „Þetta var spennandi tími en þá var nýbyrjað að fram- kvæma opnar hjartaaðgerðir hérlendis. Ég flutti síðan til Þýskalands árið 1992 og vann sem „Krankenschwester“ (hjúkrunarkona) í eitt ár á hjartaskurðdeild í Heidelberg. Sá tími var afar lærdómsríkur og áhugaverður,“ að sögn Höllu. Þegar heim kom fór hún aftur til starfa á brjóskholsskurðdeild Landspítalans og síðar á göngudeild krabbameinslækninga. Á árunum 2004 til 2010 vann hún í einkafyrirtæki við klínískar rannsóknir (Encode) og var deildar- stjóri þar. „Vegna þeirrar reynslu, sem ég hlaut þar, var ég ráðin í það starf sem ég gegni núna en ég er verkefnastjóri á klínísku rannsóknar- setri Landspítala og Háskóla Íslands.“ Líkt og margir aðrir hjúkrunarfræðingar vann Halla um tíma á landsbyggðinni og um tíma með minnisskertum einstaklingum í Hlíðabæ. Hún tók síðar kennsluréttindin og kenndi sjúkraliðanemum í Fjölbraut í Breiðholti og tók síðar diplómanám í lýðheilsu. „Hjúkrunarmenntunin hefur því skilað mér áhugaverðum störfum bæði innanlands jafnt sem erlendis. Í raun má líkja hjúkrunarnáminu við það að fá vegabréf sem opnar fyrir manni margar leiðir,“ segir Halla.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.