Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 44
Félagið22/22 2.12. Hjúkrunarfræðingur leitast við að samskipti og framkoma taki mið af þroska og þörfum skjólstæðings. 2.13. Hjúkrunarfræðingur sýnir aðstandendum virðingu og nær- gætni, hlustar á og bregst við athugasemdum og áhyggjum þeirra, með hagsmuni sjúklings í fyrirrúmi. 3. Hjúkrunarfræðingur, vinnustaðurinn og samstarfsfólk Hjúkrunarfræðingur þekkir stefnu, markmið og reglur vinnustaðar síns á hverjum tíma og fylgir þeim svo fremi að þær samrýmist grunngildum hjúkrunar og siðareglum. 3.1. Hjúkrunarfræðingur þekkir skyldur sínar og réttindi á hverjum tíma og er virkur þátttakandi í að innleiða gagnreynda þekk- ingu og faglega starfshætti. 3.2. Hjúkrunarfræðingur sýnir samstarfsfólki virðingu, styður það við erfiðar aðstæður og veitir leiðsögn þegar tilkynnt er um það sem betur má fara. 3.3. Hjúkrunarfræðingur stuðlar að heiðarlegri og faglegri samvinnu. 4. Hjúkrun og samfélag Hjúkrunarfræðingar taka virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðismál og eru virkir þátttakendur í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustu. 4.1. Hjúkrunarfræðingar bera virðingu fyrir starfsheiti sínu og sýna stéttvísi, innan sem utan vinnustaða. 4.2. Hjúkrunarfræðingar beita sér fyrir að fagleg og siðferðileg viðmið séu viðhöfð í allri umræðu og ákvörðunum sem tengjast velferð samfélagsins. 4.3. Hjúkrunarfræðingar hafa í heiðri sjálfbæra þróun. Hver sá sem telur að hjúkrunarfræðingur hafi brotið þessar reglur getur óskað eftir umfjöllun siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, maí 2015. Samþykktar á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 18. maí 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.