Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 44
Félagið22/22 2.12. Hjúkrunarfræðingur leitast við að samskipti og framkoma taki mið af þroska og þörfum skjólstæðings. 2.13. Hjúkrunarfræðingur sýnir aðstandendum virðingu og nær- gætni, hlustar á og bregst við athugasemdum og áhyggjum þeirra, með hagsmuni sjúklings í fyrirrúmi. 3. Hjúkrunarfræðingur, vinnustaðurinn og samstarfsfólk Hjúkrunarfræðingur þekkir stefnu, markmið og reglur vinnustaðar síns á hverjum tíma og fylgir þeim svo fremi að þær samrýmist grunngildum hjúkrunar og siðareglum. 3.1. Hjúkrunarfræðingur þekkir skyldur sínar og réttindi á hverjum tíma og er virkur þátttakandi í að innleiða gagnreynda þekk- ingu og faglega starfshætti. 3.2. Hjúkrunarfræðingur sýnir samstarfsfólki virðingu, styður það við erfiðar aðstæður og veitir leiðsögn þegar tilkynnt er um það sem betur má fara. 3.3. Hjúkrunarfræðingur stuðlar að heiðarlegri og faglegri samvinnu. 4. Hjúkrun og samfélag Hjúkrunarfræðingar taka virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðismál og eru virkir þátttakendur í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustu. 4.1. Hjúkrunarfræðingar bera virðingu fyrir starfsheiti sínu og sýna stéttvísi, innan sem utan vinnustaða. 4.2. Hjúkrunarfræðingar beita sér fyrir að fagleg og siðferðileg viðmið séu viðhöfð í allri umræðu og ákvörðunum sem tengjast velferð samfélagsins. 4.3. Hjúkrunarfræðingar hafa í heiðri sjálfbæra þróun. Hver sá sem telur að hjúkrunarfræðingur hafi brotið þessar reglur getur óskað eftir umfjöllun siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, maí 2015. Samþykktar á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 18. maí 2015.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.