Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Síða 41
Félagið19/22 Í þennan rýnihóp völdust hæfir hjúkrunarfræðingar sem skiluðu til baka mjög góðum tillögum sem gögnuðust afar vel í lokavinnu siðareglna. Með þessum hætti teljum við í siðaráði að tekist hafi að fá fleiri sjónarmið að vinnunni sem við trúum að á endanum hafi skilað okkur betri og vandaðri siðareglum. Drög að lokaskjali var tilbúið snemma á vormánuðum 2015 og var það sent í prófarkarlestur, þar fékk skjalið sérstakan „spariyfirlestur“ og niðurstaðan varð faglegt og hagnýtt skjal með fallegum texta. Nýjar siðareglur FÍH voru svo lagðar fyrir aðalfund 18. maí 2015 og samþykktar einróma. Nú kann einhver að hugsa að eitthvað hafi þessar nýju siða reglur verið illa kynntar. Kynning á siðareglum þótti okkur ekki beinlínis vera for- gangsverkefni enda hafa mörg önnur og brýnni verkefni verið í brennidepli félagsins síðan vorið 2015. Þau þekkja allir og þarf ekki að telja upp. Siðareglurnar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði FÍH síðan í maí 2015 og nú á vormánuðum er stefnt að því að skipta út siðareglum sem hanga víða innrammaðar á veggjum heilbrigðisstofnana um land allt. Fleira hefur okkur dottið í hug og er það meðal annars að útbúa „stuttu útgáfuna“ af siðareglunum, en þetta á eftir að útfæra betur. Og svo horfum við líka til þess að hafa siðareglurnar aðgengilegar fyrir félagsmenn í „appi“. Siðaráð 2013-2015, sem vann siðareglurnar, eru eftirfarandi hjúkrunarfræðingar: Aðalheiður Dagmar Matthíasdóttir formaður, Birna Óskarsdóttir ritari, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Ragnheiður Alfreðsdóttir, Lovísa Baldursdóttir, Linda Þórisdóttir og Guðbjörg Hulda Einarsdóttir. Það er von okkar að hjúkrunarfræðingar verði eins stoltir og við erum af nýjum siðareglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Siðareglurnar hafa verið aðgengilegar á vefsvæði FÍH síðan í maí 2015 og nú á vormánuðum er stefnt að því að skipta út siðareglum sem hanga víða innrammað- ar á veggjum heilbrigðis- stofnana um land allt.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.