Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 76
Fagið14/16 nánast eingöngu sömu opnu spurninguna í þeim tilfellum: „Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í framtíðinni?“ Siðfræði og lög: Ættu allir dauðvona sjúklingar að ræða um eigin yfirvofandi dauða við heilbrigðisstarfsfólk? Um þetta eru skiptar skoðanir enda togast iðulega á ólíkir hagsmunir. Þó ávinningur kunni að vera af slíkum samtölum fyrir sjúklinginn, vegna þess að þau draga úr líkum á verulega skertum lífsgæðum tengdum aukaverkunum óþarfrar meðferðar við lífslok, ber hins að gæta að sjúklingurinn sjálfur kann að óska þess að allt verði reynt til lækningar fram á síðustu stund. Eins þarf að taka tillit til þess, að þó rannsóknir sýni að aðstand- endum, sem missa ástvini, vegni betur séu þeir upplýstir tímanlega um komandi dauða sjúklingsins, þá er það almennt viðurkennd túlkun á lögum um réttindi sjúklinga að sjúklingurinn eigi rétt á að fá að halda upplýsingum um ástand sitt á milli sín og læknis síns (Lög um réttindi sjúklinga, 1997). Loks er það ekki sjálfgefið að sjúklingur- inn vilji ræða um eigin dauða eða upplýsa sína nánustu. Þessi hagsmunatogstreita gerir heilbrigðisstarfsfólki erfitt fyrir að meta hvenær og hvernig rétt sé að takast á við þessa umræðu. Okkar rannsóknir sýna þó að yfirgnæfandi meirihluti sjúklinga hefur þörf fyrir að ræða þessi mál þó margir, einkanlega karlmenn, þurfi stuðn- ing til að hefja slíka umræðu. Sú rannsókn, sem hér hefur verið kynnt, er skref í þá átt að þróa aðferð sem er siðfræðilega sjálfbær og getur nýst heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum við þessar erfiðu aðstæður án þess að ganga yfir persónumörk viðkomandi. * Vísindasiðanefnd VSNb 20033/03.7 og persónuvernd 2012060771 samþykktu rannsóknina sem hér er til umfjöllunar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.