Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 4
fyrsta tölublað ársins var tileinkað aldarafmæli félagsins. Þeir voru ófáir fundirnir
sem við í afmælisritnefndinni sátum enda viðamikið verkefni að gera skil 100 ára sögu
félags hjúkrunarfræðinga. Þetta var einkar ánægjuleg samvinna enda voru fulltrúar
nefndarinnar, auk núverandi ritstjóra, skipaðir úr röðum fyrrverandi ritstjóra Tímarits
hjúkrunarfræðinga, þeim Þorgerði ragnarsdóttur og Christer Magnusson, auk Önnu
gyðu guðlaugsdóttur sem jafnframt er ljósmyndari.
Í millitíðinni barst öldi greina sem er alltaf mjög ánægjulegt og fleiri efnishug-
myndir kviknuðu. Blaðsíðuöldinn er því heldur meiri en til stóð enda ölbreytt efni
sem prýðir þetta tölublað. Það er ánægjulegt að nú birtast þrjár ritrýndar greinar en
formaður ritnefndar, aðalbjörg Stefanía helgadóttir, hefur haldið þétt utan um ferli
ritrýndra greina. höfundum fræðsluefnis er sérstaklega þakkað þeirra framlag. Þeim
viðburðum sem þegar hafa verið haldnir í tilefni aldarafmælisins eru gerð skil í máli
og myndum. Það er ölbreytt dagskrá fram undan enda árið rétt hálfnað.
Á afmælisári félagsins eru vikulega birt viðtöl við hjúkrunarfræðinga á vef og face -
book-síðu félagsins. Markmiðið er að endurspegla ölbreytileika stéttarinnar og fá
innsýn í líf og störf félagsmanna. Í þessu tölublaði eru birt brot úr þeim viðtölum sem
þegar hafa birst frá janúar til og með apríl. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og bæði
hafa félagsmenn verið fúsir til þátttöku og viðtölin fallið í góðan jarðveg. fyrirmynd
föstudagshjúkrunarfræðingsins, eins og við höfum nefnt verkefnið, er verkefnið karl-
menn hjúkra en sumarið 2016 birtum við vikulega á vef félagsins viðtöl við karlmenn
í hjúkrun. „Það eru liðin fimmtán ár síðan og við erum enn í sömu stöðu. Það þarf
dirfsku og áræði til að breyta hjúkrunarstéttinni úr því að vera kvennastétt yfir í
blandaða kynjastétt,“ sagði gísli níls Einarsson hjúkrunarfræðingur í viðtali í 4. tbl.
Tímarits hjúkrunarfræðinga 2016, en hann skrifaði grein til að vekja athygli á lágu
hlutfalli karlmanna í hjúkrun sem birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2001 undir yfir-
skriinni: karlmenn í hjúkrun! um aldamótin var hlutfallið 1% en er nú komið upp
í 3% þannig að það er óhætt að segja að hlutfallið þokast upp á við.
að venju var efnt til ljósmyndasamkeppni fyrir forsíðu blaðsins undir yfirskriinni:
Með augum hjúkrunarfræðingsins. Í þetta skiptið einkenndust innsendar myndir af
fallegum náttúrulífsmyndum og fyrir valinu varð mynd rannveigar Bjarkar gylfa-
dóttur af sólsetri við úlfarsfell.
helga Ólafs
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Suðurlandsbraut 22, 108 reykjavík
Sími 540 6405
netfang helga@hjukrun.is
Vefsíða www.hjukrun.is
Útgefandi: félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Sími skrifstofu 540 6400
Ritstjóri og ábyrgðarmaður helga Ólafs Ritnefnd aðalbjörg Stefanía helgadóttir, hrund Scheving Thor-
steinsson, Margrét hrönn Svavarsdóttir, Sigríður halldórsdóttir, Sigurlaug anna Þorsteinsdóttir, Þorgerður
ragnarsdóttir, Þórdís katrín Þorsteinsdóttir Blaðamaður Magnús hlynur hreiðarsson Forsíðumynd rann-
veig Björk gylfadóttir Ljósmyndir ýmsir Yfirlestur og prófarkalestur fræðigreina ragnar hauksson
Auglýsingar sími 540 6412 Hönnun og umbrot Egill Baldursson ehf. Prentun Prenttækni ehf.
Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu ritstjori@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræði-
greina er að finna á vefsíðu tímaritsins.
iSSn 2298-7053
Helga Ólafs ritstjóri.
Ritstjóraspjall