Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 6
Það er óhætt að segja að árið 2019 sé tíðindamikið hjá hjúkrunarfræðingum. Í ár fagnar félagið okkar 100 ára afmæli og á sama tíma standa hjúkrunarfræðingar í kjarabaráttu. Slík barátta er ekki nýtt umræðuefni þar sem hjúkrunarfræðingar hafa barist fyrir bættum kjörum alla tíð, en strax á fyrstu árum félagsins var helsta baráttumálið mismunandi launakjör hjúkrunarfræðinema. Allar götur síðan höfum við þurft að sækja á brattann og er ljóst að kvennastéttir hafa ekki enn fengið sömu kjör og karlastéttir þessa lands sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð í starfi, þrátt fyrir að Ísland sé hvað fremst á heimsvísu í dag þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. En nóg um það. Nú hefur sú sögulega staðreynd gerst að karlmönnum hefur fjölgað í faginu og eru þeir nú orðnir 3% af okkar félags- mönnum. Því ber að fagna og vonandi er hér fyrsti tónninn sleginn í góðri framtíðartónlist því — að mínu mati — eiga okkar skjólstæðingar að hafa aðgang að sem fjölbreyttustum hópi hjúkrunarfræðinga til að uppfylla þarfir sínar. Óbreytt ástand ekki boðlegt hjúkrunarfræðingum Þegar þetta er skrifað er félagið, fyrir hönd félagsmanna, í miðjum kjaraviðræðum. Eins og oft vill verða í byrjun slíkra samræðna ber mikið á milli en viðræður eru þó hafnar. Samninganefndir félagsins munu áfram fylgja stíft eftir kröfugerðum félagsins en þær byggjast m.a. á niðurstöðum funda með hjúkrunarfræðingum um allt land og úr könnun sem gerð var á meðal félagsmanna í nóvember síðastliðinn um viðhorf og væntingar hjúkrunarfræðinga til komandi kjarasamninga. Megin- áherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuvikunnar og bætt starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna vonast ég til að yfirvöld átti sig á því að óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert öllu lengur. Leita þarf nýrra lausna til að takast á við þann vanda sem orðinn er í heilbrigðis- kerfinu vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum. Íslensk yfirvöld þurfa að ákveða hvað þau vilja gera við heilbrigðiskerfið sem þegar hefur molnað úr og þjónst unni hrakað. Hvernig þjónustu vilja þau að sé veitt í heilbrigðiskerfinu? Hjúkrunarfræðingar eru almennt tilbúnir til vinnu í heilbrigðiskerfinu en ekki skyldugir til að vinna í því — á því er mikill munur. Ekki má gleyma því að hjúkr- unarstarfið er eitt þeirra starfa sem talið er að muni halda velli í framtíðinni þrátt fyrir mikla framþróun og örar tækniframfarir sem kenndar eru við fjórðu iðnbylt- inguna. Hér þarf því umræðan að snúast um hvernig heilbrigðiskerfi yfirvöld og landsmenn vilja hafa á Íslandi í framtíðinni. 6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Ár hátíðarhalda og kjarabaráttu Megináherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnu - vikunnar og bætt starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna vonast ég til að yfirvöld átti sig á því að óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert öllu lengur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.