Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 6
Það er óhætt að segja að árið 2019 sé tíðindamikið hjá hjúkrunarfræðingum. Í ár
fagnar félagið okkar 100 ára afmæli og á sama tíma standa hjúkrunarfræðingar í
kjarabaráttu. Slík barátta er ekki nýtt umræðuefni þar sem hjúkrunarfræðingar
hafa barist fyrir bættum kjörum alla tíð, en strax á fyrstu árum félagsins var helsta
baráttumálið mismunandi launakjör hjúkrunarfræðinema. Allar götur síðan höfum
við þurft að sækja á brattann og er ljóst að kvennastéttir hafa ekki enn fengið sömu
kjör og karlastéttir þessa lands sem eru með sambærilega menntun og ábyrgð í
starfi, þrátt fyrir að Ísland sé hvað fremst á heimsvísu í dag þegar rætt er um jöfn
laun og stöðu kynjanna. En nóg um það. Nú hefur sú sögulega staðreynd gerst að
karlmönnum hefur fjölgað í faginu og eru þeir nú orðnir 3% af okkar félags-
mönnum. Því ber að fagna og vonandi er hér fyrsti tónninn sleginn í góðri
framtíðartónlist því — að mínu mati — eiga okkar skjólstæðingar að hafa aðgang
að sem fjölbreyttustum hópi hjúkrunarfræðinga til að uppfylla þarfir sínar.
Óbreytt ástand ekki boðlegt hjúkrunarfræðingum
Þegar þetta er skrifað er félagið, fyrir hönd félagsmanna, í miðjum kjaraviðræðum.
Eins og oft vill verða í byrjun slíkra samræðna ber mikið á milli en viðræður eru
þó hafnar. Samninganefndir félagsins munu áfram fylgja stíft eftir kröfugerðum
félagsins en þær byggjast m.a. á niðurstöðum funda með hjúkrunarfræðingum um
allt land og úr könnun sem gerð var á meðal félagsmanna í nóvember síðastliðinn
um viðhorf og væntingar hjúkrunarfræðinga til komandi kjarasamninga. Megin-
áherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuvikunnar og bætt
starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega frá framgangi viðræðna vonast
ég til að yfirvöld átti sig á því að óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert
öllu lengur.
Leita þarf nýrra lausna til að takast á við þann vanda sem orðinn er í heilbrigðis-
kerfinu vegna skorts á starfandi hjúkrunarfræðingum. Íslensk yfirvöld þurfa að
ákveða hvað þau vilja gera við heilbrigðiskerfið sem þegar hefur molnað úr og
þjónst unni hrakað. Hvernig þjónustu vilja þau að sé veitt í heilbrigðiskerfinu?
Hjúkrunarfræðingar eru almennt tilbúnir til vinnu í heilbrigðiskerfinu en ekki
skyldugir til að vinna í því — á því er mikill munur. Ekki má gleyma því að hjúkr-
unarstarfið er eitt þeirra starfa sem talið er að muni halda velli í framtíðinni þrátt
fyrir mikla framþróun og örar tækniframfarir sem kenndar eru við fjórðu iðnbylt-
inguna. Hér þarf því umræðan að snúast um hvernig heilbrigðiskerfi yfirvöld og
landsmenn vilja hafa á Íslandi í framtíðinni.
6 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Formannspistill
Ár hátíðarhalda og kjarabaráttu
Megináherslur krafanna eru hækkun dagvinnulauna, stytting vinnu -
vikunnar og bætt starfsumhverfi. Þó ekki sé hægt að greina ítarlega
frá framgangi viðræðna vonast ég til að yfirvöld átti sig á því að
óbreytt ástand er ekki í boði, þetta „reddast“ ekkert öllu lengur.