Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 17
félagsmanna. niðurstöðurnar voru nokkuð samhljóða. aðeins
8% hjúkrunarfræðinga eru sáttir við launin sín. Þegar spurt var
um hvaða atriði ætti að leggja áherslu á við næstu kjarasamn-
inga var hækkun dagvinnulauna oftast sett í fyrsta val, stytting
vinnuviku oftast í annað val og hækkun greiðslu vegna vakta-
álags sett oftast í þriðja val. Þá kom sterkt fram að gera þarf
hjúkrunarfræðingum kleift að starfa í vaktavinnu og að 80%
vinna á vöktum teljist sem 100% vinna.
hjúkrunarfræðingar virðast vera misáhugasamir um breyt-
ingar á vinnutíma og breyttar greiðslur fyrir yfirvinnu. Tals-
verður munur var á viðhorfi almennra hjúkrunarfræðinga og
stjórnenda, eins þeirra sem vinna vaktavinnu og dagvinnu.
Stjórnendur og þeir sem vinna dagvinnu eru almennt meira
fylgjandi breytingum á vinnutíma og yfirvinnu. Stærstur hluti
hjúkrunarfræðinga, eða 77%, fannst fremur eða mjög mikil-
vægt að hvíldartími á milli vakta væri að minnsta kosti 11
klukkustundir. aðrir þættir sem fram komu í könnuninni voru
t.d. að hjúkrunarfræðingar vilja að menntun sé sá þáttur sem
ráði helst launum, mönnun er sá þáttur sem þeir vilja sjá batna
í starfsumhverfi og að sí- og endurmenntun teljist til vinnu-
tíma.
Fundarherferð
Í aðdraganda komandi kjarasamningaviðræðna hélt fíh 16
fundi um allt land með hjúkrunarfræðingum. Tilgangur fund -
anna var að ræða helstu áherslur kröfugerðar og að kynna
niðurstöður kjarakönnunar sem gerð var í nóvember. Starfs-
menn kjara- og réttindasviðs héldu fundina ásamt formanni
félagsins. Mjög gagnlegt og fræðandi var fyrir starfsmenn
félagsins að hitta hjúkrunarfræðinga, eiga við þá samræður um
kjaramál og komandi kjarasamninga. Á þeim kom fram að
áherslur hjúkrunarfræðinga eru nokkuð samhljóða þrátt fyrir
að hópurinn sé ólíkur og starfsumhverfið með misjöfnum
hætti. hækka þarf dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga, stytta
vinnuvikuna og bæta starfsumhverfi. Leita þarf nýrra lausna til
þess að takast á við þann vanda sem orðinn er í íslensku heil-
brigðiskerfi þar sem marga hjúkrunarfræðinga vantar til starfa.
fundirnir voru vel sóttir og virðist sterk samstaða vera meðal
hjúkrunarfræðinga fyrir komandi kjarasamninga.
Kröfugerð og samninganefndir
kröfugerð fíh hefur verið í vinnslu undanfarinn mánuði og
nýttist þar vel niðurstaða kjarakönnunarinnar sem og eftirfylgd
hennar með fundarherferðinni. kröfugerðin var unnin af
starfsmönnum kjara- og réttindasviðs í samstarfi við samninga-
nefndir félagsins.
Markmið félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samninga -
viðræðum eru:
1. Laun, vinnutími og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
sé með þeim hætti að þeir vilji vinna innan íslenska heil-
brigðiskerfisins.
2. Tilgangur stofnanasamninga verði skýr og fjármögn un
þeirra tryggð.
3. fjármagn til jafnlaunavottunar verði tryggt.
4. Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga verði hluti af
vinnutíma.
5. nýr kjarasamningur feli í sér breytingar á tryggingar-
kafla og veikindakafla.
6. útbúin verði mönnunarviðmið fyrir hjúkrunarfræðinga
sem nái yfir mismunandi stig heilbrigðisþjónustu.
7. nýr kjarasamningur taki við af gerðardómi. Lengd
samnings verði sambærileg við samninga annarra aðila
á vinnumarkaði.
Samninganefndir félagins eru skipaðar starfsmönnum kjara-
og réttindasviðs auk formanns en eins sitja í nefndinni 2–3
hjúkrunarfræðingar sem starfa á samningi við viðkomandi
viðsemjendur.
Í mars stóð kjara- og réttindasvið fíh fyrir námskeiði í
samningafærni fyrir samninganefndir félagsins í samstarfi við
Þóru Christiansen, aðjunkt við hÍ. Trúnaðarmönnum og
trúnaðarmannaráði var boðið að taka þátt í námskeiðinu.
námskeiðið var vel sótt og var það gagnlegt og lærdómsríkt.
kjarasamningar meðal hjúkrunarfræðinga
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 17
Talsverður munur var á viðhorfi almennra
hjúkrunarfræðinga og stjórnenda, eins þeirra
sem vinna vaktavinnu og dagvinnu. Stjórn-
endur og þeir sem vinna dagvinnu eru almennt
meira fylgjandi breytingum á vinnutíma og yfir -
vinnu.
Leiðin að kjarasamningi:
✓ Undirbúningur og greining á áherslum félags-
manna.
✓ rökstudd kröfugerð útbúin. Markmið og óska -
niðurstaða. háleit en raunsæ markmið byggð á
hagsmunum.
✓ Skrifað undir viðræðuáætlun, samið um hvernig
skuli samið. Áætlun um skipulag og fyrirkomulag
viðræðna.
✓ Samningafundir, áherslur beggja aðila ræddar.
Deilunni er vísað til ríkissáttasemjara ef samninga-
nefnd telur að árangur náist ekki í samninga -
viðræðum eða ef viðræður slitna.
✓ Áherslur þrengdar og náð saman. framkvæmd og
undirritun á samningi.
✓ félagsmenn kjósa um samning innan fjögurra
vikna. Ef samningur er felldur er kosið áfram um
frekari aðgerðir eða sest aftur að samningaborðinu.