Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 18
harpa júlía sævarsdóttir
18 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Staða stofnanasamninga
Stofnanasamningar eru annars eðlis en miðlægir kjarasamn-
ingar og hafa enga endadagsetningu. Þeir eru í gildi þar til nýr
tekur við óháð miðlægum samningum. Á árinu voru gerðir
fimm nýir stofnanasamningar við heilbrigðisstofnanir. hjá ríki
voru endurnýjaðir stofnanasamningar við heilbrigðisstofnun
norðurlands, heilsugæslu höfuðborgarsvæð is ins, heilbrigðis-
stofnun Vesturlands, heilbrigðis stofnun Suður nesja og Land-
spítala. Í þessum samningum voru gerðar ýmsar breytingar frá
eldri samningum. Til að mynda var sett inn ákvæði um starfs -
þróun hjúkrunarfræðinga á heilsugæslunni, launaröðun aðlög -
uð að raunveruleika á hVE og hSn en einnig nýtt fjármagn úr
bókun 3 í dómssátt fíh fyrir gerðardómi til þess að hækka
grunnröðun.
hjá Landspítala var launasetning í samningnum aðlöguð að
þeim launum sem raunverulega er verið að greiða. Í stofnana-
samningi við heilbrigðistofnun Suðurnesja er ákvæði um til-
raunaverkefni sem gengur út á að hækka starfshlutfall hjúkr -
unar fræðinga og minnka breytilega yfirvinnu með því að
greiða hærri laun fyrir hærra starfshlutfall. Einnig gerðu hjúkr-
unarheimilin Eir, hamrar og Skjól hjá Samtökum fyrirtækja í
velferðarþjónustu nýjan stofnanasamning. Í gangi eru nú stofn-
anasamningsviðræður við Sjúkrahúsið á akureyri, heilbrigðis-
stofnun Suðurlands, heilbrigðisstofnun austurlands og heil -
brigðisstofnun Vestfjarða. Vonir standa til þess að hægt verði
að ljúka endurnýjun þessara samninga á vorönn 2019 eða fljót-
lega eftir að lokið er við gerð miðlægs kjarasamnings.
Í kjarasamningi 2015 var samið um starfsmat fyrir hjúkr-
unarfræðinga sem starfa hjá Sambandi sveitarfélaga. gagna-
öflun í starfsmatinu er að mestu lokið. Starfsmat fyrir hjúkr -
unarfræðinga er ekki lokið þar sem starfsmat starfsmanna
sveitarfélaga sem eru í Bandalagi háskólamanna (BhM) hefur
gengið mun hægar en áætlað var. Vonast er til þess að hægt
verði að ljúka starfsmatinu sem fyrst.
fastus.is
Hafðu samband í síma 580 3900 og pantaðu tíma í ráðgjöf hjá sérhæfðu starfsfólki okkar.
sem auðvelda ar gerðir af lökum Fastus býður upp á marg
Snúningslök fyrir betri n
SOFÐU R
snúning og hagræðingu í rúmi.
ætursvefn
ÓTT
fastus.isISíðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900