Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 21
byrjaði með sumarstörfum, s.s. að passa systkinabörn hingað og þangað um landið,“ segir auðbjörg. Móðir hennar er katrín gunnarsdóttir, dóttir auðbjargar Brynjólfsdóttur og gunnars h. kristinssonar, fyrrverandi hitaveitustjóra. auðbjörg er nú nýtekin við sem skólastjóri í kirkjubæjarskóla á Síðu. Bræður auðbjargar sammæðra eru hallberg Brynjar og tvíburarnir guðmundur jóhann og axel Darri guðmundssynir, samf eðra er Benedikt Örn Bjarnason. faðir hennar er Bjarni Bene dikts - son framkvæmdastjóri, son ur hjónanna hildar Einarsdóttur og Benedikts Bjarnasonar sem lengi rak Bjarnabúð í Bolungarvík. Var ráðskona í sveit fyrir fermingaraldur auðbjörg segist hafa byrjað að vinna á alvörulaunum sem barnapía 9 ára gömul og um líkt leyti fór hún að bera út dagblöð í garðabænum og vinna í skólasjoppunni. hún var líka ráðskona í sveit fyrir fermingu og söng í kirkjukór garðakirkju á unglingsárum til að eiga vasapeninga og spara fyrir námsárin. „frá unglingsaldri hef ég unnið, m.a. við ferðaþjónustu, og síðan með einum eða öðrum hætti við heilbrigðissvið frá því ég var 16 ára gömul, framan af á hjúkrunarheimilum og öldr- unardeildum en síðar ýmsu sem tengist meðgöngu og fæð - ingu,“ segir hún. auðbjörg útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í kópavogi af ferðamálabraut árið 1999. hún lauk hjúkrunar- prófi 2005 og ljósmóðurprófi 2007, hvoru tveggja frá háskóla Íslands. auk þess er hún með réttindi sem sjúkra flutn inga - maður, hefur lokið diplómagráðu í mannauðs stjórn un og leggur nú stund á meistaranám í heilbrigðisvísindum. „Líkur sækir líkum heim,“ segir máltækið en auðbjörg er gift Bjarka V. guðnasyni, sjúkraflutningamanni og vélstjóra, sem situr einnig í sveitarstjórn Skaftárhrepps. Þau búa á Maríu - bakka, sveitabæ í fljótshverfi í Skaftárhrepppi. hjónin rækta rófur og að auki eru þau með fáeinar kindur, en afkoma þeirra byggist þó á vinnu sem er fyrir utan búið. Börn þeirra eru þrjú, frumburðurinn, Maríanna katrín, er fædd 2004 og er að fara í framhaldsskóla í haust, næst í röðinni er Bríet Sunna, fædd á fullveldisdaginn árið 2009 og yngsta barnið og einkasonurinn, kristófer gunnar, er fæddur 2011. „Það hefur leikið við okkur barnalán sem er lífsins gjöf og ómetanlegur auður,“ segir auðbjörg brosandi og stolt af fjölskyldu sinni. Langaði að verða flugmaður og síðar læknir auðbjörg er þarnæst spurð hvort hún hafi alltaf ætlað að verða hjúkrunarfræðingur eða hvort hún hafi verið með aðrar áætl- anir? „Í sannleika sagt þá var kannski ekki endilega á döfinni að vera hjúkrunarfræðingur. fyrsta minning mín um starf, eða hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór, var að verða flugmaður. Á þeim tíma þótti það frekar háleit hugmynd og ég man í 6 ára bekk þá áttum við að teikna mynd af okkur í framtíðarstarfinu en þá gat ég ekki teiknað flugmann því ég var ekki strákur. Það varð úr að ég teiknaði mynd af flugfreyju en hafði svo sem ekk - ert sérstakan áhuga á því starfi,“ segir hún íbyggin þegar hún rifjar upp þessar æskuminningar sínar. hún segir að í æsku hafi hún hins vegar sogast að öllu sem snerti bráðatilfelli, sjúkrabíla, spítala og þess háttar, svo blund - aði í henni að verða ljósmóðir en hún hélt að það væri bara fyrir einhverja útvalda. „Svarið kom í kringum stúdentsprófið, ég ætlaði að verða læknir. Móðuramma mín veiktist þegar ég var í prófum í klausus í læknadeildinni haustið 1999. hún var mér afskaplega kær og ég sinnti henni í veikindunum, mætti þar af leiðandi ekki nægilega undirbúin í próf og var því ekki ein þeirra sem komust inn en var ekki langt frá því. Móðurafi minn veiktist líka stuttu síðar og naut ég þeirra forréttinda að sinna þeim báðum þar til yfir lauk. Í framhaldi af því lá leið mín í hjúkrun. Ég átti líka frænku sem var landsbyggðarhjúkr- unarfræðingur og fannst alltaf gífurlega spennandi það sem hún var að eiga við í starfinu. Það voru einmitt hennar börn sem ég passaði á sumrin frá 9 ára aldri, fékk þannig smjörþef- inn af starfi hjúkrunarfræðinga,“ segir auðbjörg. það er kannski klisjukennt … tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 21 Auðbjörg og Bjarki eru bæði sjúkraflutningamenn og hittast oft í út- köllum, hún í hlutverki hjúkrunarfræðingsins eða sjúkraflutninga- mannsins, allt eftir eðli útkallsins og hvort þau eru saman á vakt. Ljósmynd/einkasafn. Hér er Auðbjörg í starfi ljósmóðurinnar, beðið eftir fæðingu barns. Ljós- mynd/einkasafn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.