Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 23
sjúkraflutningafóks er forsenda þess að vel gangi. „Það er kannski ákveðinn lífsstíll, og jafnvel forréttindi, að geta unnið og starfað á heilsugæslu í dreifbýli. Í starfinu felst meðal annars að vera til staðar, ýmist við gleði- eða sorgarstundir skjól stæð - inga, það er í senn gefandi og krefjandi. Einnig þarf að sinna skjólstæðingum heima fyrir þar sem ekki allir komast á heilsu- gæsluna, hvað þá farið lengra eftir þjónustu. Á seinni árum hefur fjölgað talsvert í hreppnum og þá hefur ljós móðurnámið komið sér vel þar sem ég sinni ungbarnaeftirliti í hreppnum,“ segir auðbjörg. hún fer svo reglulega til Víkur að sinna mæðra- eftirliti og tvisvar í mánuði austur á höfn til að sinna sömu verkum þar og er stundum svo heppin að fá að taka á móti börnum, en það eru þá óvæntar fæðingar og kannski ekki alltaf tími eða færð til að senda konur með flugi eða sjúkrabíl. „að auki hefur það styrkt faglega hæfni mína að vera menntaður sjúkraflutningamaður — það er óhætt að segja að námið mitt kemur sér afar vel á stað sem þessum,“ segir hún. Fyrsta heilsugæslan sem innleiðir fjarheilbrigðisþjónustu Á heilsugæslustöðinni á kirkjubæjarklaustri er stunduð fjar- heilbrigðisþjónusta sem vakið hefur athygli og kemur vel út. „fjarheilbrigðisþjónusta ætti að vera sjálfsögð og til staðar sem víðast í minni byggðarlögum. Ávinningur af fjarheilbrigðis - þjónustu er umtalsverður, um það verður ekki deilt. Enn og aftur kem ég inn á mikilvægi teymisvinnu þeirra sem vinna í heilbrigðisþjónustunni þar sem allir vinna sem ein heild. Íbúar í Skaftárhreppi hafa tekið þessari þjónustu með opnum örmum og áttu meðal annars stóran þátt í að safna fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði á sínum tíma,“ segir auð björg aðspurð um þjón- ustuna. heilsugæslan á kirkjubæjarklaustri er fyrsta heilsugæslan sem hefur innleitt fjarheilbrigðisþjónustu og er því í fararbroddi í verkefninu hér á landi. Árið 2013 var búnaður keyptur með stuðningi heimamanna. auðbjörg segir að fjarheilbrigðisþjón- ustan sinni fjölbreyttum þörfum fólks auk þess sem hún bæti aðgengi fólks að ýmiss konar sérfræði þjónustu sem annars væri aðeins aðgengileg á Selfossi eða reykjavík. Þessi viðbót eflir því heilbrigðisþjónustu heima í héraði og er meðal annars árang- ursrík leið til að efla lýð heilsu. „Ekki er verra að þessi þjónusta eykur hagkvæmni í rekstri og tryggir betri nýtingu heilbrigðis- starfsfólks. Það er þó enn ókomið greiðslumódel og ýmiss konar praktísk mál eru enn í vinnslu í kerfinu til þessa að þetta geti orðið hnit miðaðri þjónusta.“ „Seigla er mikilvægur eiginleiki sem styrkir mann við þessar aðstæður“ Það er mikil umferð ferðamanna um Skaftárhrepp og þar hafa orðið nokkur stór slys, m.a. banaslys á milli jóla og nýárs bæði 2017 og 2018, en bæði slysin urðu 27. desember. hvernig var fyrir auðbjörgu sem eina hjúkrunarfræðinginn á svæðinu að koma að þessum slysum og vinna úr þeim? „að vera klár í slag- inn fylgir því að starfa í dreifbýli, maður verður bara að taka því sem kemur. Það er enginn annar sem getur tekið boltann. umfang beggja þessara slysa var mikið og aðkoman var í báðum tilvikum mjög krefjandi og erfið, en þó ólík. En það voru líka margir hlutir sem unnu með okkur. Við svona að - stæður er mitt hlutverk fyrst og fremst að koma réttum upp - lýsingum sem fyrst áleiðis svo að það sé tryggt að viðeigandi bjargir berist án tafar, ásamt því að hefja nauðsynlega vinnu og hlúa að slösuðum. Í dreifbýlli sveit er bið eftir fyrstu hjálp alltaf löng og sérhæfð viðbrögð er á höndum fárra aðila. En við búum vel að góðum og fórnfúsum sjálf boðaliðum annarra björg- unaraðila, s.s. í björgunarsveit og í slökkviliði, og það er mikil- væg aðstoð við okkur heilbrigðismenntaða fólkið. Svo er mjög gott samstarf og samvinna við lögreglu. Því miður höfum við of oft þurft að koma saman við slysa - aðstæður, en það hefur í för með sér að við búum að reynslu sem nýtist í næsta útkalli,“ að sögn auðbjargar. „Seigla er mikil - vægur eiginleiki sem styrkir mann við yfirþyrmandi aðstæður. Samvinna er lykilatriði ef árangur á að nást og forsenda sam- vinnu er traust. Með svona hóp stendur maður ekki einn,“ segir auðbjörg sem á erfitt með að rifja slysin upp. auðbjörg segir að líklega hafi það verið tilviljun ein að slysin bar upp á sama dag — nánast upp á klukkustund. „Vissulega mun þessi dag- setning líða mér seint úr minni, maður mun alltaf velta því fyrir sér á þessum degi hvað dagurinn beri í skauti sér. Við skulum vona að það verði ekki allt þegar þrennt er. Það er líklega aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir slys en það má alltaf brýna fyrir ökumönnum — innlendum sem er- lendum — að miða akstur við aðstæður, nota bílbelti og viðeig- andi öryggisbúnað. Það er sannað að bílbelti bjarga manns - líf um. Það er svo orðið nauðsynlegt að fækka einbreiðum brúm í héraðinu enda eru þær allt of margar og allar hættulegar,“ segir auðbjörg þegar hún var spurð hvort það væri eitthvað hægt að gera að hennar mati til að forðast svona stór slys. það er kannski klisjukennt … tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 23 „Það er kannski ákveðinn lífsstíll, og jafnvel for- réttindi, að geta unnið og starfað á heilsugæslu í dreifbýli. Í starfinu felst meðal annars að vera til staðar, ýmist við gleði- eða sorgarstundir skjólstæðinga, það er í senn gefandi og krefj- andi.“ „Vissulega mun þessi dagsetning líða mér seint úr minni, maður mun alltaf velta því fyrir sér á þessum degi hvað dagurinn beri í skauti sér. Við skulum vona að það verði ekki allt þegar þrennt er.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.