Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 26
Árlega stendur flæðisvið Landspítala fyrir þverfaglegri ráðstefnu þar
sem kynntar eru rannsóknir í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi
og ber heitið bráðadagurinn. Ráðstefnuna sækir fagfólk í þjónustu
bráðveikra einstaklinga frá fjölbreyttum starfstöðum samfélagsins
og er þetta orðinn mikilvægur vettvangur í símenntun þessa hóps.
Bráðaþjónusta er afar fjölþætt og hefur snertiflöt við fjölmargar fag-
stéttir. Starfsfólk á öllum þjónustustigum bráðaþjónustu þarf að
vera í stakk búið til að takast á við óvænt verkefni, vera lausnamiðað
og finna besta mögulega úrræði hverju sinni fyrir sína skjól stæð -
inga. Afrakstur rannsókna og starfsþróunarverkefna í bráðaþjón-
ustu eru kynnt þennan dag en titill ráðstefnunar í ár er „Flæði
bráð veikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi“.
Mikil breidd í flæði sjúklinga
á bráðamóttöku
Yfirskrift ráðstefnunnar „flæði bráðveikra; sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi“
er lýsandi fyrir umræðu sem hefur verið í samfélaginu um bráðaþjónustu Landspítala.
Brjáða þjónusta er víðtæk, flókin og spannar breitt svið, hún kann að hefjast á slysstað
þar sem fyrsta hjálp er veitt og af slysstað flyst hinn slasaði (eða slösuðu) á bráðamót-
töku til áframhaldandi meðferðar. Bráðamóttaka tekur ekki aðeins á móti einstak-
lingum frá slysstað heldur er tekið á móti öllum slösuðum, veikum eða bráðveikum
sem þangað leita eða er vísað af öðru heilbrigðisstarfsfólki. Því er mikil breidd í sjúk-
lingaflæði og fráflæðisvandi af deildum spítalans veldur ógnum í starfsumhverfi en
það kann aftur að snerta öryggi sjúklinga.
Vandi bráðaþjónustu er ekki einskorðaður við flæði því skortur á hjúkrunarfræðingum
er orðinn áþreifanlegur og það brýst fram í auknu álagi og áreiti og hætta á kulnun í
starfi stigmagnast. Það eru mörg og flókin viðfangsefni sem blasa við en starfsfólk
flæðisviðs er lausnamiðað og hugmyndaríkt sem endurspeglast í fjölda breytingatillaga
og breytingastjórnun. uppspretta sumra breytinganna voru kynntar á bráðadeginum
auk annarra erinda en þess utan voru málstofur og veggspjaldakynning sem snerta
málefnið.
26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Bráðadagurinn: Uppskeruhátíð rannsókna
og verkefna í bráðaþjónustu
Sigurlaug Anna Þorsteinsdóttir
Vandi bráðaþjónustu er ekki einskorðaður við flæði því skortur á
hjúkrunarfræðingum er orðinn áþreifanlegur og það brýst fram í
auknu álagi og áreiti og hætta á kulnun í starfi stigmagnast. Það eru
margar og flóknar áskoranir sem blasa við en starfsfólk flæðisviðs
er lausnamiðað og hugmyndaríkt sem endurspeglast í fjölda breyt-
ingatillaga og breytingastjórnun.