Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 27
Mikilvægur vettvangur til að miðla rannsóknum Bráðadagurinn er mikilvægur vettvangur til að kynna rannsóknir og þróunarverkefni hjúkrunarfræðinga. Til að fræðast betur um bráðahjúkrun voru þær Dóra Björnsdóttir og gunnhildur Ösp kjærnested teknar tali en þær eru báðar hjúkrunarfræðingar á bráðasviði Landspítala. Þær segja okk ur frá bakgrunni sínum og framtíðarsýn og deila með okkur sinni sýn á Bráðadeginum. gunnhildur útskrifaðist frá háskóla Íslands árið 2014 og fór síðan um haustið að vinna á neðri hæð bráðamóttökunnar, g2. Þar áður hafði hún unnið á taugalækningadeild með skóla og á hálendi Íslands sem skálavörður á sumrin. ,,Þar kviknaði einna helst áhugi á bráðahjúkrun enda þurfti maður oft að vera lausnamiðaður og takast á við alls konar aðstæður, allt frá smá - slysum og upp í bráðar og alvarlegar aðstæður. Ég vann á g2 í rúmt 3 og hálft ár og færði mig síðan upp á g3, efri hæð bráða - móttökunnar.“ Dóra útskrifaðist úr hjúkrun frá háskóla Íslands 1995. hún vann sem fjórða árs nemi á a-7 og fyrst eftir útskrift, fór þaðan á barnadeild fSa og vann þar frá 1996–1999, svo á Sjúkrahús- inu Selfossi frá 2000–2003. hún fór í diplómanám í bráða - hjúkrun 2003 og hefur unnið á bráðamóttöku allar götur síðan. Kynnist fjölbreyttri flóru samfélagsins á hverjum einasta degi hvað gerir bráðahjúkrun sérstaka í ykkar huga? „Það sem gerir bráðahjúkrun einstaka er hversu síbreytileg hún er. Maður er aldrei að fást við sama verkefnið og maður er alltaf að læra eitt - hvað nýtt. Meira að segja mestu reynsluboltanir, þeir sem hafa verið þarna í fjölda ára eða áratugi, koma stundum að tómum kofunum og þurfa að leita ráða. Einnig kynnist maður allri flóru samfélagsins á hverjum degi og maður hjúkrar einstak- lingum á öllum aldri, frá nýburum og upp í aldraða einstak- linga. Maður er aldrei að hjúkra sama einstaklingnum og þarf að stilla sig inn á hvern og einn,“ segir gunnhildur. Dóra segir fjölbreytileikann vera það fyrsta sem komi upp í hugann þar sem skjólstæðingahópurinn og vandamálin eru svo fjölbreytt. „Við þurfum að hugsa í lausnum og láta okkur detta eitthvað í hug við aðstæðum sem við höfum ekki einu sinni hugmynda- flug í að við lendum í. En mannskapurinn sem velur sér að starfa í bráðaþjónustu hann er líka einstakur, verkefnin eru flókin og oft mjög erfið en það er líka það sem þjappar okkur saman og það gerir bráðahjúkrun sérstaka.“ Gott tækifæri til að efla samstarf á milli ólíkra aðila gunnhildur og Dóra segja Bráðadaginn skipta miklu fyrir bráðahjúkrun. „hann getur kveikt á nýjum hugmyndum og hugsanlegum rannsóknarverkefnum eða umbótarverkefnum sem geta eflt bráðahjúkrun,“ segir gunnhildur. „Bráðadagur - inn er vettvangur þar sem maður getur séð umbótaverkefni og nýjungar í bráðahjúkrun. Það er nauðsynlegt að geta séð og hugleitt hvernig hægt er að gera hlutina betur svo við get um veitt enn betri þjónustu. Einnig er það mjög hvetjandi að sjá hversu mörg verkefni eru í gangi og eykur það líkur og umræður um nýjar rannsóknir, verkferla eða umbóta ver kefni.“ Dóra tekur undir orð gunnhildar og segir daginn jafnframt vera góðan vettvang til að koma á framfæri rannsóknarverk- efnum meðal hjúkrunarfræðinga sem og þeirra sem eru í fram- haldsnámi, sem og að kynnast því sem aðrir eru að gera. „Ég lít á þetta sem uppskeruhátíð sviðsins þar sem gefst tækifæri á að kynnast því sem er verið að vinna að á deildinni (g-2) og svo á sviðinu í heild.“ Einnig er þetta gott tækifæri til að kynnast fleirum á sviðinu og utan þess. „Það er gaman að hafa þetta þverfaglegt og heyra frá sem flestum starfsstéttum. Það er alltaf áhugavert að heyra hvernig aðrir taka á hlutunum og finna lausnir á sömu vandamálum og eru til staðar hér.“ Þá er þetta tilvalið tækifæri til að efla samstarf á milli ólíkra aðila að sögn Dóru. „Í ár heyrðum við t.d. frá hjúkrunarfræðingi úti á landi og viðbragðs aðilum í utanspítalaþjónustu, þetta er ótvírætt tæki- færi til að efla samstarf Landspítalans við t.d. landsbyggðina og aðra viðbragðsaðila.“ aðspurðar um framtíðaráætlanir í hjúkrun svarar gunn- hildur því til að hún stefni á áframhaldandi störf innan bráðahjúkrunar. Dóra bindur vonir við að innan tveggja ára geti bráðasviðið veitt framúrskarandi þjónustu fyrir bráð veika og slaðaða. gunnhildur segir mörg og spennandi tækifæri vera innan seilingar og „spennandi að fylgjast með og sjá hvernig bráðahjúkrun og starfsemi bráðamóttökunnar þróast.“ bráðadagurinn: uppskeruhátíð rannsókna og verkefna í bráðaþjónustu tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 27 Hér má sjá nokkra áhugasama gesti bráðadagsins. — Ljósm.: Þorkell Þorkelsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.