Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 30
orðinn mjög þreyttur þegar kemur að hefðbundnum háttatíma um kvöldið og eiga auðvelt með að sofna og stilla sig aftur inn á eðlilegan takt. Ef sofið er lengur en fjórar klukkustundir mun það að öllum líkindum koma niður á nætursvefninum næstu nótt. Ef unnar eru fáar næturvaktir í einu hefur sumum reynst vel að skipta svefninum í tvær lotur, sofa fjórar klukkustundir fyrir vaktina og fjórar beint eftir vaktina. Með þessu móti næst að halda einbeitingu á vaktinni og svefnþörf líkamans er upp- fyllt án þess að snúa líkamsklukkunni algjörlega við. Þetta hentar þó alls ekki öllum. Ef unnar eru eingöngu næturvaktir getur verið góð hug- mynd að hluti af svefntímanum sé alltaf á sama tíma sólar- hrings hvort sem fólk í vinnu eða fríi. Ef fólk sefur til dæmis frá kl. 8:00–16:00 þá daga sem það vinnur gæti svefntíminn frá 4:00–12:00 virkað vel á þeim dögum sem fólk á frí. Með þessu móti eru fjórar klukkustundir svefns alltaf á sama tíma sólar- hringsins (8:00–12:00) og því verður breytingin fyrir líkams- klukkuna ekki eins mikil. Áður en byrjað er á næturvöktum getur verið gott að fara eins seint að sofa kvöldið áður og sofa eins lengi og mögulegt er um morguninn fyrir vaktina. að taka stuttan blund (30–60 mín.) fyrir næturvakt hefur gjarnan góð áhrif á einbeitingu og frammistöðu á vaktinni. Birta að vera innandyra um morguninn fyrir fyrstu næturvakt eða nota sólgleraugu ef farið er út í dagsbirtu getur verið gott ráð. Þetta er gert til þess að seinka dægursveiflunni og auðvelda lík- amanum að venjast næturvinnunni. Á næturvöktum er mikilvægt að vinna í björtu umhverfi og hafa skær ljós. Þetta minnkar magn melatóníns í blóðinu og eykur árvekni á vaktinni. Til eru sérstakir dagljósalampar sem lýsa mjög skæru ljósi og geta verið hentugir í notkun á fyrri hluta næturvaktar. Mikilvægt er að nota sólgleraugu á leið heim úr vinnu eftir næturvakt og forðast að vera úti í dagsbirtu áður en farið er að sofa. Þetta er gert til þess að hindra minnkun á melatóníni í lík- amanum en styrkur þess minnkar þegar dagsbirta berst til augnanna og þá er erfiðara að sofna. Svefnumhverfið Passið upp á að gera svefnumhverfið eins svefnvænt og mögu- legt er þegar þið sofið á daginn. Passið upp á að hafa svefnher- bergið algjörlega myrkvað — hafa hitastig í herberginu þægilegt (ekki of heitt) og reyna að koma í veg fyrir allar truflanir frá umhverfinu. Slökkvið á farsímum og takið heimasíma úr sambandi og biðjið aðra í fjölskyldunni að aðstoða ykkur við að lágmarka truflun á svefntímanum. Ef þið eruð mjög viðkvæm fyrir hljóðum úr umhverfinu gæti verið góð hugmynd að sofa með eyrnatappa. Þegar svefnvandamál eru til staðar er reglubundinn svefn oftast það svefnráð sem mikilvægast er að fylgja til þess að komast út úr vítahring svefnleysis. Þeir sem stunda vaktavinnu eiga sjaldan þann kost að fara alltaf á sama tíma að sofa og á sama tíma á fætur. En það sem þá er mikilvægt er að reyna að skapa sér einhverja reglu í þessu óreglulega mynstri. auðveldast er að gera það ef vaktaáætlunin er nokk uð regluleg og ef hægt er að fá upplýsingar um vaktir langt fram í tímann. Heimildir Åkerstedt, T. (2003). Shift work and disturbed sleep/wakefulness. Occupation - al Medicine, 53(2), 89–94. Åkerstedt, T. (1995). Work hours, sleepiness and the underlying mechanisms. Journal of Sleep Research, 4(s2), 15–22. Åkerstedt, T., kecklund, g., og knutsson, a. (1991). Spectral analysis of sleep electroencephalography in rotating three-shift work. Scandinavian Jour - nal of Work, Environment & Health, 330–336. Cagnacci, a., Elliott, j.a., og Yen, S.S. (1992). Melatonin: a major regulator of the circadian rhythm of core temperature in humans. The Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism, 75(2), 447–452. Costa, g. (1996). The impact of shift and night work on health. Applied Er- gonomics, 27(1), 9–16. Dinges, D.f. (1995). an overview of sleepiness and accidents. Journal of Sleep Research, 4(s2), 4–14. Saksvik, i.B., Bjorvatn, B., hetland, h., Sandal, g.M., og Pallesen, S. (2011). individual differences in tolerance to shift work: a systematic review. Sleep Medicine Reviews, 15(4), 221–235. Sallinen, M., härmä, M., Mutanen, P., ranta, r., Virkkala, j., og Müller, k. (2003). Sleep–wake rhythm in an irregular shift system. Journal of Sleep Research, 12(2), 103-112. Torsvall, L., akerstedt, T., gillander, k., og knutsson, a. (1989). Sleep on the night shift: 24‐hour EEg monitoring of spontaneous sleep/wake behavior. Psychophysiology, 26(3), 352–358. erla björnsdóttir 30 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.