Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 35
Mikil ánægja hjá skjólstæðingum
Þegar unnur er spurð hvaða viðbrögð hún og starfsfólkið hafi fengið hjá skjól -
stæðingum heilsugæslustöðvarinnar er hún fljót til svars. „Við getum ekki annað heyrt
en að fólk sé afar ánægt með góða þjónustu og mikið styttri biðtíma. að fá að tala við
fagaðila samdægurs en þurfa ekki að bíða í tvær til þrjár vikur er stórkostleg bæting á
þjónustu.“ En er eitthvað sérstakt sem hefur komið á óvart við teymisvinnuna? „já,
það sem kemur sérstaklega á óvart er hve mikið er hægt að leysa af tilfellum án þess
að gefa viðtalstíma hjá lækni en fyrstu tölur, eftir fyrstu tvo mánuðina, sýna að 50–60%
tilfella eru leyst án komu til læknis. Biðtími eftir viðtalstíma hjá lækni styttist því til
muna.“
unnur segir að þjónusta teymisvinnunnar sé fyrst og fremst hjúkrunarstýrð en í
mikilli samvinnu við lækna. „Þetta nýja fyrirkomulag er mjög skemmtilegt og það er
gaman að sjá hversu miklu hjúkrunarfræðingar fá áorkað. Það kannski kemur okkur
ekki á óvart að við getum tekið mun fleiri og flóknari verkefni að okkur í heilsugæsl-
unni en það er virkilega þakkarvert að við fáum tækifæri til þess. hjúkrunarfræðingar
tala við 130–170 manns á dag og það eru rúm lega þrjú stöðugildi hjúkrunarfræðinga
sem sinna verkefninu, 20 klukkustundir fara í símtöl á dag og 4 klukkustundir í mót-
töku,“ segir unnur.
heilsugæslan á selfossi — teymisvinna virkar vel
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 35
Tilgangur og markmið teymisvinnunnar eru:
a) að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða
best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni.
b) að tryggja að erindi fái skjóta og örugga afgreiðslu.
c) að stytta biðtíma eftir aðstoð.
d) að flestir geti fengið samtal við fagaðila samdægurs en í síðasta lagi næsta
dag að morgni.
e) að forgangsraða niður í tíma þannig að þeir sem veikastir eru komist fyrst
að.
f) að leysa úr sem flestum málum á sem auðveldastan hátt fyrir skjól -
stæðinga.
g) að veita framúrskarandi gæðaþjónustu.
Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri á
heilsugæslustöðinni á Selfossi.
Ljósmynd/einkasafn.
Thelma Dröfn Ásmundsdóttir hjúkrunar-
fræðingur að sinna teymisvinnu með því
að taka á móti símtali frá skjólstæðingi
heilsugæslunnar og aðstoða viðkomandi
með sín mál. Ljósmynd/Magnús Hlynur
Hreiðarsson.