Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 36
Það er óhætt að segja að fjölbreytni sé lykilorð hjúkrunarfræðinga
þegar kemur að svari þeirra við því hverjir helstu kostir starfsins séu.
Á afmælisári félagsins eru vikulega birt viðtöl við hjúkrunarfræðinga
á vef og facebook-síðu félagsins. Markmiðið er að endurspegla fjöl-
breytileika stéttarinnar og fá innsýn í líf og störf félagsmanna. Við -
tökurnar hafa verið mjög góðar og bæði hafa félagsmenn verið
viljugir til þátttöku og lesendur haft gaman af viðtölunum. Fjöldi
viðtala bíður birtingar en hér eru brot úr þeim viðtölum sem þegar
hafa birst frá janúar til og með apríl.
Mamma eða systir mín var hjúkrunarfræðingur!
Viðkvæðið „af því að mamma gerði það“ á stundum við meðal kvennanna en
sjaldnar í tilfelli karlmanna og það skýrist af kynjahlutfalli innan stéttarinnar. Manda
jónsdóttir, deildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild, er þriðji ættliðurinn í
kvenlegg sem leggur fyrir sig hjúkrun. Þrátt fyrir að hafa streist lengi vel á móti því
að leggja fyrir sig hjúkrun og reynt eitt og annað þá varð það ekki umflúið. „Ég sá
bara að þetta var það eina rétta fyrir mig og ég hef svo sannarlega ekki séð eftir því,“
segir hún. Systurnar ingibjörg og kristín Davíðsdætur eiga heldur ekki langt að
sækja áhugann. ingibjörg, sem er aðstoðardeildarstjóri á hjartagátt, fór í hjúkrunar -
fræði strax eftir menntaskóla. „Þar hafði líklega mest áhrif að mamma er hjúkrunar-
fræðingur og var ég tíður gestur hjá henni á Landakoti hér áður fyrr.“ kristín, sem
er tveimur árum eldri en ingibjörg, útskrifaðist ári síðar og er nú aðstoðardeildar-
stjóri á smitsjúkdómadeild a-7. „Ég fór í hjúkrun þar sem bæði mamma mín og
systir höfðu gert það.“ fyrirmynd Mercy Washington, hjúkrunarfræðings á heil-
brigðisstofnun Suðurlands, var móðir hennar. „Minningar mínar um starf hennar á
vegum rauða krossins fyrir stríðshrjáða hermenn á indlandi varð til þess að ég valdi
36 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Lykilorðið er fjölbreytni í starfi hjúkrunarfræðinga
— Brot úr vikulegum viðtölum við hjúkrunarfræðinga
Manda Jónsdóttir.
Ingibjörg Davíðsdóttir. Kristín Davíðsdóttir. Mercy Washington. Elín Markúsdóttir.