Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 38
Fjölbreyttir framtíðarmöguleikar í hjúkrun Svo eru þeir sem vissu lítið sem ekki neitt um störf hjúkrunarfræðinga, eða að fátt annað hefði staðið til boða eins og í tilfelli Pálínu Skjaldardóttur, hjúkrunarfræðings á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Það var ekki um margt að velja þegar Pálína Skjaldar- dóttir ákvað að fara í framhaldsnám eftir að hún hafði lokið námi í grunnskóla við Lindargötuskólann. Pálína hóf nám í nýja hjúkrunarskólanum og útskrifaðist í des- ember 1978, eða fyrir rúmum 40 árum. hún er afar sátt við þá ákvörðun og hefur alltaf fundist gaman að fara í vinnuna enda telur hún hjúkrun vera eitt göfugasta starf sem til er. „Það er borin virðing fyrir hjúkrunarfræðingum í samfélaginu og ég er stolt af því að tilheyra þeim hópi.“ rakel Björg jónsdóttir, sérfræðingur í nýburahjúkrun á nýburagjörgæsludeild vökudeildar Barnaspítala hringsins, hafði ekki mikla innsýn í störf hjúkrunarfræðinga þegar hún hóf nám. „Ég vissi svo sem ekki mikið um hjúkrun þegar ég byrjaði í náminu en varð mjög fljótt ánægð með val mitt. Ég fór að vinna á barnadeildinni í sumarvinnu eftir annað árið og hef eiginlega ekki farið út af Barna- spítalanum síðan þá.“ Þegar Ólafía kvaran var tvítug að aldri hafði hún ekki hugmynd hvað hún vildi starfa við í framtíðinni, en hún starfar nú sem hjúkrunarfræðingur hjá Læknasetrinu í Domus Medica. „Ég valdi að fara í hjúkrunarfræði vegna þess að ég vissi að þegar ég yrði orðin hjúkrunarfræðingur myndu mörg og ólík starfssvið standa mér til boða og mikið starfsöryggi og það hentaði mér afar vel. Í sannleika sagt þá hafði ég ekki hug- mynd um það rúmlega tvítug hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór og þá var hjúkrun mjög gott og skynsamt val.“ Það kemur fram hjá mörgum hjúkrunarfræðingum hve gefandi það er að starfa við hjúkrun enda vafalaust ástæða þess að margir hjúkrunarfræðingar leggja fyrir sig fagið. „Ég elska starfið mitt og mér hefur alltaf þótt gaman að fara í vinnuna. Það hefur aldrei borið skugga á það,“ segir Edda Bryndís Örlygsdóttir, hjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild á Sjúkrahúsinu á akureyri. „Þrátt fyrir að starfið sé oft mjög krefj- andi og erfitt er það að sama skapi mjög gefandi. að fá að taka þátt í gleði og sigrum fólks er dásamlegt, en einnig er það lærdómsríkt og þroskandi að hjálpa sjúklingum og aðstandendum að komast í gegnum erfiða lífsreynslu.“ Fjölbreytnin er mikill kostur fjölbreytni, fjölbreytni, fjölbreytni, segja hjúkrunarfræðingar og það er ekki úr lausu lofti gripið! „Líklegast klisja að segja þetta en fjölbreytileiki er klárlega það skemmti- legasta við starfið. Það eru alltaf ný viðfangsefni og verkefni,“ segir Þorsteinn jónsson, en hann starfar á gjörgæsludeild Landspítala við hringbraut og á menntadeild Land- spítala, auk þess að vera aðjunkt í bráða- og gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild hÍ. aðspurður hvað sé skemmtilegt við hjúkrunarstarfið svarar hann því til að mögu- leikarnir séu óendanlegir og fjölmörg tækifæri. fræðasvið Þorsteins snýr að bráð - veikum og alvarlega veikum sjúklingum sem að sögn hans er sambland af óvissu, hraða og spennu. „helstu kostir starfsins er fjölbreytnin,“ segir halldóra hálfdánardóttir, deildar- stjóri á leitarstöð krabbameinsfélags Íslands. „Mitt sérsvið er innan krabbameins- hjúkrunar og hefur mörgum fundist skrítið að ég hafi verið þetta lengi í svo krefjandi hjúkrun. Mér finnst það þvert á móti ekkert skrítið þar sem innan krabbameinshjúkr- helga ólafs 38 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 „Í sannleika sagt þá hafði ég ekki hugmynd um það rúmlega tvítug hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór og þá var hjúkrun mjög gott og skynsamt val,“ segir Ólafía Kvaran. Ólafía Kvaran. Edda Bryndís Örlygsdóttir. Pálína Skjaldardóttir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.