Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 40
Landsbyggðin hefur alltaf heillað mig. Það er merkilegt hvað samfélög á lands-
byggðinni búa yfir mikilli samkennd og kærleika fyrir hvert öðru og hversu mikilvægt
það er að standa vörð um samfélag sitt og þegna þess. fyrir rúmlega fjórum árum
ákvað ég að leggja land undir fót og flytjast búferlum til Vestmannaeyja. Ástæðurnar
fyrir flutningnum voru meðal annars blanda af ævintýraþrá, von um betra líf, meiri
lífsgæði og ný viðfangsefni á sviði hjúkrunar. Það var einnig skemmtilegt að hugsa til
þess að fá loksins tækifæri til að starfa á sjúkrahúsinu þar sem langamma mín heitin
helga jóhannesdóttir hjúkrunarkona, ein af mínum helstu fyrirmyndum í lífi og starfi,
eyddi bróðurparti starfsferils síns. Í tilefni af 100 ára afmæli félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum og minni sýn á
það hvað felst í því að vera hjúkrunarfræðingur á landsbyggðinni.
Langamma mín var ávallt kölluð „helga jó“ og hún var svo sannarlega hjúkrunar-
kona af guðs náð. hún lauk námi við hjúkrunarskóla Íslands árið 1935, þá 28 ára
gömul. að námi loknu hélt hún á vit ævintýranna til Danmerkur og starfaði í kaup-
mannahöfn um nokkurt skeið. Þegar komið var að heimför lá leið hennar til Vest-
mannaeyja og þar starfaði hún á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og stofnaði til
fjölskyldu ásamt eiginmanni sínum.
Langamma hjúkraði samtíðarfólki sínu í Eyjum
frá vöggu til grafar
helgu jó var lýst af samferðafólki sínu sem stórbrotinni, hávaxinni, vel greindri og
hnarreistri konu sem gustaði af þegar hún gekk um ganga sjúkrahússins. hún var kona
sem sagði hlutina umbúðalaust og lá ekki á skoðunum sínum. hún var stóryrt og
orðhvöss en undir hrjúfu yfirborði var hún einstaklega góðhjörtuð. hún kom fram
við alla í samfélaginu sem jafningja, var einstaklega réttsýn og var málsvari þeirra sem
minna máttu sín. alltaf var hægt að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á. hún setti vel-
ferð og rétt skjólstæðinga sinna ofar öllu en hafði einnig hliðsjón af velferð stofnun-
arinnar sem hún starfaði svo lengi á að leiðarljósi við störf sín. hún var lands byggðar -
hjúkrunarkona sem hjúkraði samtíðarfólki sínu í Eyjum frá vöggu til grafar, í gleði og
sorg með virðingu, jafnrétti og mikilli umhyggju. hjúkrun sem fræðigrein var henni
einnig hugleikin og var hún vel að sér í málefnum hjúkrunar, var víðlesin og tók virkan
40 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Þankastrik
Hjúkrun á landsbyggðinni
Hildur Vattnes Kristjánsdóttir
Hildur Vattnes Kristjánsdóttir
hjúkrunarfræðingur.
„Hún var kona sem sagði hlutina umbúðalaust og lá ekki á
skoðunum sínum. Hún var stóryrt og orðhvöss en undir hrjúfu
yfirborði var hún einstaklega góðhjörtuð.“
Þankastrik er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp
á þeim næsta. Í þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um
ýmislegt er varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta allað
um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitt -
hvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvað eina annað
sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess.