Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Blaðsíða 43
„Þetta er meira en bara sjúkdómur“ Lífið með Parkinsonsveiki: Reynsla sjúklinga og aðstandenda Samþætting eigindlegra rannsókna Ólöf Sólrún Vilhjálmsdóttir Sara Jane Friðriksdóttir kynning á lokaverkefnum til bs-gráðu í hjúkrunarfræði tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 43 Pedersen sem sagði frá reynslu sinni sem hjúkrunarfræðingur og að starfið væri fjöl- breytt og gefandi. Að lokum var ávarp 4. árs hjúkrunarfræðinema, Ástu Maríu Ás- grímsdóttur, sem lýsti kostum þess og göllum að vera í fyrsta árgangi sem gengur í gegnum nýja námskrá. Í heild hefði námið verið lærdómsríkt og gott. Ágústa Sigurjónsdóttir hefur haft umsjón með Hámu, matsölu stúdenta í Eirbergi í um 33 ár en lætur nú af störfum. Henni og og Sólbjörtu Kristjánsdóttur voru í lokin færð blóm og þakkað fyrir vel unnin störf. Matsalan hefur réttilega oft verið kölluð hjartað í Eirbergi. Ríkidæmi fólksins sem vinnur og starfar í Eirbergi felst einkum í fólkinu sem þar starfar og nemur; nemendum, kennurum og öðru starfsfólki. Lítið samfélag í gömlu húsi sem geymir sögur fyrri ára. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og eru enn í gangi. Bakgrunnur: Tíðni Parkinsonsveiki (PV) er 5–35 á hverja 100.000 íbúa og fer hækkandi. PV er ekki lífshættuleg en skerðir lífsgæði einstaklinga og umbreytir lífi fólks til frambúðar. PV hefur ekki einungis áhrif á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Tiltölulega lítið hefur verið allað um hvernig PV hefur áhrif á líf sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Rannsóknarsnið: Fræðileg samantekt á eigindlegum rann - sókn um. Tilgangur: Að lýsa reynslu einstaklinga með PV og aðstand- enda þeirra af lífi með sjúkdómnum. Vonast er til að með aukinni innsýn hjúkrunarfræðinga í þann vanda sem sjúk- lingar og aðstandendur þeirra standa frammi fyrir öðlist þeir betri færni til að styðja skjólstæðinga sína í gegnum sjúk- dómsferlið. Enn fremur er tilgangurinn með þessari fræði - legu samantekt að koma auga á göt í rannsóknunum til að geta komið með ráðleggingar fyrir framtíðarrannsóknir inn - an þessa sviðs. Aðferð: Leit fór fram í PubMed gagnagrunni til að finna viðeigandi greinar. Grunnþrep sem mælt er með af Joanna Briggs-stofnuninni var ha til hlið sjónar. PRISMA-flæðirit var notað til að lýsa heimildaleit. Lagt var mat á gæði fram- setningar á aðferð og niðurstöðum með því að nota litakóða; Græni litur inn táknar „frábær gæði“, guli liturinn „viðunandi gæði“ og rauði liturinn „töluverðar takmarkanir í aðferð og framsetningu niðurstaðna“. Niðurstöður hverrar rannsóknar fyrir sig voru settar fram í tveimur töflum og samþættar með orðum og í myndum. Niðurstöður: 11 frumrannsóknir stóðust inntökuskilyrðin. Erfiðleikar og úrlausnarefni fólks voru flokkaðar eir líkam- legum, félagslegum og andlegum úrlausnarefnum. Helstu úr- lausnarefni einstaklinga með PV voru erfiðleikar við athafnir daglegs lífs, tal- og kyngingarörðugleikar, ófullnægjandi aðstoð og lélegt sjálfs álit. Helstu áskoranir aðstandenda voru aukið álag, líkamleg þreyta, árhagsleg byrði, félagsleg ein- angrun og þunglyndi. Fundnir voru margir hvetjandi þættir til þess að stuðla að vellíðan þessara skjólstæðinga. Algengar takmarkanir í rannsóknunum voru meðal annars ófullnægj- andi upplýsingar um alvarleika sjúkdóms (n=6) og sumar rannsóknanna voru torlesnar (n=4). Ályktun: Niðurstöður verkefnis hafa beina skírskotun fyrir hjúkrun vegna þess að hjúkrunarfræðingar geta stutt öl- skyldur í að ráða við hin mörgu einkenni sjúkdómsins sem o valda erfiðleikum og áhyggjum. Enn fremur gefa niður - stöður víðtæka sýn á það hvernig áhrif PV getur ha á líf viðkomandi einstaklinga og aðstandenda þeirra. Hjúkrunar- fræðingar geta notað framsetningu niðurstaðna á líkam- legum, félagslegum, andlegum og hvetjandi þáttum sem beinagrind fyrir uppsetningu kerfisbundinnar nálgunar á þjónustu til að bæta líðan skjólstæðinga sinna. Til að veita góða þjónustu skiptir máli að hjúkrunarfræðingar geti sett sig í spor þessa skjólstæðingahóps. Framtíðarannsakendur á þessu sviði þurfa að nota ramma til að tryggja skýra fram- setningu og vera meðvitaðir um mikilvægi þess að lýsa alvar - leika sjúkdómsins í niðurstöðum sínum. Slíkt mun auka yfirfærslugildi og nothæfni rannsóknar niðurstaðna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.