Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 54
Hjúkrunarfræðinemarnir Valdís Bjarnadóttir, hagsmunafulltrúi
hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands, og Herdís Elín Þorvalds-
dóttir, samskiptafulltrúi hjúkrunarfræðinema við Háskólann á Akur-
eyri, sóttu nýverið fund norrænna hjúkrunarfræðinema (NSSC) í
Svíþjóð. Markmiðið með fundinum var að fulltrúar hjúkrunar fræði -
nema á Norðurlöndum miðluðu upplýsingum um stöðu námsins í
hverju landi og hvað betur mætti fara. Á fundinum var rætt vítt og
breytt um námið og bækur bornar saman, en ásamt þeim Herdísi
og Valdísi voru fulltrúar frá Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.
að sögn þeirra kom hver fulltrúi undirbúinn með umræðuefni og að því búnu
hjálpuðust allir að við að leita lausna á hverju máli fyrir sig. „Sem dæmi ræddum við
um skort á karlmönnum í hjúkrun en það er ekki eins mikill skortur til dæmis í noregi
og Svíþjóð og því leituðum við ráða hjá þeim hvernig þetta er í þeim löndum,“ segja
þær herdís og Valdís.
Staðarnám og fjarnám í hjúkrunarfræði
námið í hjúkrunarfræði í háskólunum tveimur hér á landi er ólíkt að því leyti að nem-
endur við háskóla Íslands eru í staðarnámi en boðið er upp á fjarnám við háskólann
á akureyri. hlutverk herdísar sem samskiptafulltrúa ha er að miðla upplýsingum
um hjúkrunarfræðinámið milli skóla og til annarra ásamt því að koma á framfæri
hvað megi betur fara og leiðir til þess. hún segir nemalífið vera mjög fjölbreytt og
skemmtilegt. „hópurinn er fjölbreyttur en lítill enda margir í fjarnámi. Það er alltaf
mikið að gera hjá okkur og við erum í miklu og dreifðu verknámi þannig að við ferð -
umst um land allt til þess að kynna okkur heilbrigðisþjónustuna á Íslandi. nemenda-
félagið Eir sér um að halda uppi stuðinu og sjá til þess að við lítum upp úr náms -
bókunum af og til.“
Valdís er hagsmunafulltrúi háskóla Íslands og alþjóða fulltrúi Curators, félag hjúkr-
unarfræðinema við hÍ. felst það í að vera tengiliður nemenda við félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga og situr hún fundi með fulltrúum þeirra ásamt formönnum Cura-
tors og Eirar. hlutverk hennar er meðal annars að beita sér fyrir hagsmunum nem-
enda. Ólíkt náminu á akureyri þá eru allir nemendur í staðarnámi. „hver bekkur
myndar mikla heild og er í miklum samskiptum í gegnum námið. fyrirlestrarnir eru
54 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
„Vantar að finna snilling til að dreifa álaginu
í hjúkrunarfræðinámi“
— Viðtal við Valdísi Bjarnadóttur og Herdísi Elínu Þorvaldsdóttur
Valdís Bjarnadóttir, hagsmunafulltrúi
hjúkrunarfræðinema við HÍ..
Herdís Elín Þorvaldsdóttir, samskipta-
fulltrúi hjúkrunar fræðinema við HA. „Það er samt sem áður mjög skemmtilegt og fróðlegt en suma daga
er lítið annað í boði en að helga sig skólanum alla daga allan dag-
inn,“ segir Herdís.