Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 59
Emma Marie Swift varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði við
Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 30. janúar síðastliðinn. Rit-
gerðin ber heitið Efling eðlilegra fæðinga á tímum tæknivæðingar.
Tækifæri og áskoranir á Íslandi.
Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á því hvernig megi stuðla að jákvæðu
hugarfari til eðlilegra fæð inga á tímum mikillar notkunar tækni og inngripa í fæðingar.
rannsóknin var byggð á gögnum úr fæðingaskrá Íslands frá 1995 til 2014, spurninga-
listum og kerfisbundinni samantekt til að undirbúa þróun og innleiðingu foreldrahópa
í með göngu vernd. Markmið foreldrahópanna var að styrkja jákvætt viðhorf til eðli-
legra fæðinga meðal kvenna sem áttu von á sínu fyrsta barni.
niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mikil fjölgun varð á gangsetningum og utan -
bastsdeyfingum meðal kvenna án áhættuþátta á rannsóknartímabilinu (1995–2014)
en keisaraskurðum og áhaldafæðingum fjölgaði ekki. rannsóknin leiddi einnig í ljós
að þekking kvenna á fæðingu og fæðingarótti hafði mikil áhrif á viðhorf kvenna til
fæðinga án inngripa. Þrátt fyrir að foreldrahóparnir hafi ekki minnkað fæðingarótta
meira en hefðbundin meðgönguvernd báru þeir árangur í að minnka fæðingarótta
meðal kvenna sem ekki sóttu námskeið utan meðgönguverndar.
Leiðbeinendur voru helga gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði við hjúkr-
unarfræðideild, og helga Zoëga, prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild. um-
sjónarkennari var einnig helga gottfreðsdóttir. aðrir í doktorsnefnd voru kathrin
Stoll, Melissa avery og rúnar Vil hjálms son. andmælendur voru dr. Ellen Blix, pró-
fessor við heilbrigðisvísindadeild háskólans í Ósló, og alexander kristinn Smárason,
prófessor við heilbrigðisvísindadeild háskólans á akureyri.
tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 59
Emma Marie Swift.
Nýlegar doktorsvarnir í hjúkrunarfræði
vertu með á
https://www.facebook.com/hjukrun