Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 61
Vorið 2017 fór sendinefnd hjúkrunarfræðinga, sem í voru fulltrúar hÍ, Landspítala og félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, til university of Minnesota til að kynna sér nám til BS-prófs fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólanámi. jafnframt fóru þessir fulltrúar og funduðu með ráðherrum heilbrigðis- og menntamála til að fá fram afstöðu þeirra til þess að boðið yrði upp á slíkt nám. allir þessir aðilar höfðu mjög jákvæða afstöðu til námsins, hins vegar átti alveg eftir að útfæra hvernig því yrði háttað. Í kjölfar fjölmiðlaumræðu um námið það vor sköpuðust miklar umræður meðal hjúkrunarfræðinga sem að mestu voru frekar neikvæðar. Við sem störfum í hjúkr- unarfræðideild berum virðingu fyrir þessum skoðanaskiptum en höfum ekki viljað fjalla mikið opinberlega um námsleiðina fyrr en lægi fyrir að af henni yrði og fjármagn væri tryggt. Samkvæmt samþykkt háskólaráðs nú í vor hefst tilraun haustið 2020 við hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands sem felst í því að bjóða upp á sértæka námsleið til BS-prófs í hjúkrunarfræði fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólaprófi en hjúkr- unarfræði. Tilgangurinn með þessari grein er að upplýsa hjúkrunarfræðinga um þetta nám og uppbyggingu þess. Af hverju sértæk námsleið? Meginástæða þess að farið er af stað með þessa námsleið er að fullnægja ákveðinni eftirspurn frá fólki í atvinnulífinu sem hefur lokið öðru háskólaprófi og hefur áhuga á afla sér hjúkrunarfræðimenntunar með nýjan starfsvettvang í huga. hjúkrunar - fræðideild hefur nú þegar útskrifað umtalsverðan fjölda einstaklinga sem lokið höfðu öðru háskólaprófi. Veturinn 2017 til 2018 var 21 nemandi í grunnnámi við deildina sem hafði lokið öðru háskólaprófi frá háskóla Íslands. Erlendis er löng hefð fyrir því að bjóða þeim sem lokið hafa öðru háskólaprófi upp á sérstaka námsleið í hjúkrunar - fræði og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og kanada. gríðarleg breyting hefur orðið á undanförnum áratugum á starfsævi fólks. Sú tíð er löngu liðin að fólk mennti sig til tiltekins starfs og sinni því starfsævina á enda. Þannig er sífellt algengara að fólk skipti um starfsferil á ævinni og sæki sér í því skyni viðeigandi menntun og endurmenntun. framboðið af fólki með bakkalárgráður hefur sjaldan verið meira og þrátt fyrir að atvinnuleysi sé lítið hér á landi er það töluvert á meðal fólks með háskólanám eða 1.734 einstaklingar í mars 2019 (https://www.vinnumalastofnun.is). tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 61 Sértæk námsleið til BS-prófs við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir, prófessor og deildarforseti Ásta Thoroddsen, prófessor og námsstjóri sértækrar námsleiðar Sú tíð er löngu liðin að fólk mennti sig til tiltekins starfs og sinni því starfsævina á enda. Þannig er sífellt algengara að fólk skipti um starfsferil á ævinni og sæki sér í því skyni viðeigandi menntun og endurmenntun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.