Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 62
Einnig er vert að benda á að færst hefur í vöxt að fólk sem lokið hefur háskólaprófi geti aflað sér viðbótarmenntunar í nýrri háskólagrein. Sú námsleið í hjúkrunarfræði til BS-prófs sem hér er kynnt fellur vel að þessum ytri skilyrðum og verður nýtt tæki- færi fyrir þá sem vilja skipta um starfsvettvang. Slíkt nám fellur líka vel að auknum áherslum samtímans á símenntun og endurmenntun. Námsleiðir erlendis námsleiðir sem skipulagðar voru fyrir fólk sem lokið hefur öðru háskólanámi komu fyrst fram í Bandaríkjunum og hafa verið til staðar þar frá árinu 1973. Árið 1990 var 31 námsleið í Bandaríkjunum en eftir síðustu aldamót fjölgaði þeim verulega og er nú boðið upp á slíkt nám í 49 fylkjum Bandaríkjanna. Samkvæmt The American As- sociation of Colleges of Nursing (AACN) (http://www.aacnnursing.org/Students/accel erated-nursing-Programs) var boðið upp á 282 sértækar námleiðir til BS-prófs árið 2018. jafnframt var greint frá því að 30 nýjar BS-námsleiðir væru í undirbúningi. Á árinu 2018 sóttu 23.354 stúdentar nám á sérstökum námsleiðum til BS-prófs og hefur útskrifuðum nemendum farið fjölgandi með árunum (https://www.aacnnursing.org/ nursing-Education-Programs/accelerated-Programs). fleiri þjóðir, svo sem kanadamenn, Ástralar og Bretar, hafa kosið að fylgja því fordæmi sem sett var í Bandaríkjunum. Við undirbúning íslensku námsleiðarinnar er þó að mestu horft til Bandaríkjanna enda reynslan mest þar. forkröfur námsins eru mismunandi eftir skólum en yfirleitt er þess krafist að nem- endur hafi lokið námskeiðum á háskólastigi í líffræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, sálfræði, félagsfræði, efnafræði og tölfræði. Sumir háskólar í Bandaríkjunum gera lág- markskröfur um einkunn. Samkvæmt munnlegum upplýs ing um frá skipuleggjendum námsins í university of Minnesota og norður-karólínuháskóla í Chapel hill eru um- sóknir hjá þeim og öðrum skólum margfalt fleiri en hægt er að taka við svo inntöku - skilyrði eru ströng og áhuginn mikill. Skipulag BS-námsins er með ólíkum hætti eftir löndum en er þó einkum af tvennum toga. annars vegar er námskráin einvörðungu ætluð fólki sem lokið hefur öðru háskólanámi og er það skipulagið sem fylgt er í Bandaríkjunum og að mestu í kanada. námið er yfirleitt samþjappað með hraðari yfirferð, sérskipulagt og tekur 18 til 20 mánuði samfleytt. Lengd klíníska námsins er sambærileg við það sem er í hefðbundnum námsleiðum. Samkvæmt hinu skipulaginu fara nemendur, sem hafa uppfyllt ákveðnar forkröfur, beint inn á þriðja námsár í hjúkrunarfræði og taka síðari hluta námsins með nemendum í hefð bundnu hjúkrunarnámi. Þessu skipulagi er fylgt í Ástralíu og svipað skipulag er notað í Bretlandi (Doggrell og Schaffer, 2016). rannsóknir á nemendum sem ljúka þessum sérstöku námsleiðum benda til þess að reynsla þeirra af námi og starfi, starfsánægja og starfshæfni standist samanburð við þá sem fara hefðbundna leið (Brewer o.fl., 2007; Cheryl o.fl., 2017; Cormier og Whyte, 2016; hennessy, 2018; Lindley o.fl., 2017). Stjórnendur í hjúkrun telja þá jafnframt sambærilega þegar þeir koma til starfa (Oerman o.fl., 2010; rafferty og Lindell, 2011). Þetta er í samræmi við það sem kemur fram á heimasíðu aaCn (e.d.) en þar eru mjög jákvæðar umsagnir um nemendurna, sjá: http://www.aacnnursing.org/nursing- Education/acceerated-Programs/fast-Track. heildstæða úttekt á námsleiðunum og árangri þeirra og hvernig þær eru metnar virðist þó vanta þó ofangreint bendi vissulega til gagnsemi þeirra (ardisson o.fl., 2016). herdís sveinsdóttir og ásta thoroddsen 62 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Kennarar og stjórnendur við Hjúkrunarfræðideild hafa sett sér það markmið að verða með þeim 100 bestu og bjóða áfram upp á fram- úrskarandi nám í hjúkrunarfræði sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur og þjónar íslensku samfélagi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.