Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 71

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 71
Umönnun veikra nýbura á Landspítala Á fæðingardeild Landspítalans var annast um veika nýbura og fyrirbura í einu 8–10m2 herbergi inni af almennu barnastof- unni á sængurlegudeild. Þar voru þrír til fjórir hitakassar með einföldu gleri og oft fimm til sex vöggur. Súrefni var í kútum sem stóðu við hlið hitakassanna og súrefnisslanga leidd inn í kassann. Munnsogstæki voru notuð til að soga frá vitum barn - anna. Engir síritar (mónitorar) né önnur hjálpartæki voru til- tæk til að fylgjast með ástandi barnanna. Ljós mæður og hjúkr- unarfræðingar notuðu ekki hlustpípur til að meta öndun og hjartslátt barnanna heldur lögðu fingur eða lófa á brjóst barn - anna og gáfu súrefni í samræmi við litarhátt þeirra. Á þessum tíma var almennt talið að ef lítið súrefni væri gott þá væri mikið súrefni enn betra (jorgensen, 2010). Stundum var band bundið um ökkla barnanna og leitt út úr hitakassanum svo auðveldara væri að hreyfa við þeim ef vart yrði við litarbreytingar og önd- unarstopp (gunnar Biering og ragnheiður Sigurðardóttir, 1999). Sömu starfsmenn önnuð ust nýfæddu börnin á barnastofu fæðingardeildarinnar og veiku nýburana og fyrirburana. Oftast voru það tveir starfsmenn, ein ljósmóðir eða hjúkrunarfræð- ingur og einn sjúkraliði. heilbrigðu börnin gátu verið 24–28 talsins þannig að auðvelt er að gera sér í hugarlund að oft hafi verið handagangur í öskjunni. nær ómögulegt var að koma við heimsóknum foreldra eða annarra að standenda til veiku nýbur- anna eða fyrirburanna. Einn lítill gluggi var þó á herberginu sem vísaði út á ganginn og var hægt að hafa uppi tilburði til að sýna foreldrum nýburann þar í gegn ef heilsa barnsins leyfði. hvorki var aðstaða fyrir samvistir barns og foreldra né mögu- legt að foreldrar gætu tekið þátt í umönnun barna sinna. Þó var stundum farið með börnin, ef ástand þeirra leyfði, inn á skrif- stofu barnalæknisins (eftir vinnutíma hans) þar sem foreldrar gátu haldið á barni sínu í smástund. Sumir nýburar dvöldu margar vikur og jafnvel mánuði í þessu litla herbergi á sængur - kvennagangi áður en þeir höfðu heilsu til að útskrifast heim (ragnheiður Sigurðardóttir, 2012). Hjúkrunarfræðingar og veikir nýburar Á upphafsárum sértækrar meðferðar fyrir veika nýbura á Land - spítalanum fór kennsla ljósmæðra- og hjúkrunarfræði nema fram í tveimur skólum, Ljósmæðraskóla Íslands og hjúkrunar - skóla Íslands. Á fæðingardeildinni störfuðu aðallega ljósmæður en í stöku tilfellum einnig hjúkrunarfræðingar og var óalgengt að hjúkrunarfræðingar færu inn á starfssvið ljósmæðra og öfugt. hjúkrunarfræðingar störfuðu helst á kvenlækningahluta fæðingardeildarinnar og síðar á sængurlegu deildum og þar með á barnastofunni þar sem veiku nýbur arnir lágu. Líklega má rekja ástæðuna fyrir því að hjúkrunarfræðingar frekar en ljósmæður voru fengnir til að starfa með veika nýbura til þess að hluti af námi hjúkrunarfræðinga á þessum tíma var bæði bóklegt og verklegt nám í barnahjúkrun en ekki hjá ljósmæðr - um. Undirbúningur að stofnun Vökudeildar Veikir nýburar og fyrirburar sem fæddust utan Landspítala, það er á landsbyggðinni eða á fæðingarheimilinu, voru lagðir inn á barnadeild Landspítala sem árið 1965 fékk nafnið Barnaspítali hringsins. Þangað voru einnig fluttir nýburar af barnastofu fæðingardeildarinnar sem þurftu meiri öndunar aðstoð eða á skurðaðgerðum að halda. Á árunum 1957–1976 var því annast um veika nýbura á tveimur stöðum á Land spít alanum og að - búnaður gagnvart börnum og fjölskyldum mjög mismunandi. Það var því talið enn brýnna að stofna sérstaka deild þar sem öllum nýburum væri sinnt (ragnheiður Sigurðardóttir, 2012) enda var það orðin venja erlendis þar sem ör þróun hafði átt sér stað í meðferð veikra nýbura. Skömmu fyrir árið 1970 var farið að huga að stækkun fæð - ingardeildarinnar. Í tengslum við stækkunina tókst gunnari Bier - ing barnalækni að vinna hugmynd sinni um sérstaka deild fyrir veika nýbura brautargengi þrátt fyrir nokkra mótspyrnu bæði innan og utan spítalans. fljótlega eftir að ákvörð un var tekin um stofnun deildarinnar var farið að huga að sérhæfingu starfs- fólks. Markmiðið var að í það minnsta þrír hjúkrunarfræðingar með ljósmæðramenntun færu utan til framhaldsnáms í ung- barnagjörgæslu. Þetta þótti mikil skuldbinding og var sjaldgæft að hjúkrunarfræðingur færi í tveggja ára ljós mæðra nám eftir að hafa lært hjúkrunarfræði og auk þess í framhaldsnám er- lendis að því loknu. úr varð að einungis einn hjúkrunarfræð- ingur fór þessa leið, ragnheiður Sigurðardóttir (einn greinar- höfunda). hún fór til eins árs náms í ungbarnagjörgæslu við háskólasjúkrahúsið í Dundee í Skotlandi eftir að hafa lokið ljósmæðranámi hérlendis. ragnheiður kom til starfa á fæðingar - deildina að námi loknu, vann ásamt gunnari að undirbúningi stofnunar nýburagjörgæsludeildar og tók svo við starfi deildar - stjóra við opnun deildarinnar. Tveir barnalæknar voru á þess - um tíma einnig í sérnámi í nýburalækningum og hófu störf við deildina skömmu eftir að hún var opnuð. Einnig störfuðu ljós - mæður, hjúkrunarfræðingar og tveir sjúkraliðar við deildina á upphafsárum hennar, alls tólf starfsmenn. upphaf þjónustu við veika nýbura á íslandi — stofnun vökudeildar tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.