Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 74

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 74
Framtíðin umtalsverður árangur hefur náðst í meðferð og lifun fyrirbura og veikra nýbura síðan Vökudeildin opnaði. Til að mynda hafa lífslíkur barns sem vegur minna en eitt kíló gramm við fæðingu aukist úr því að vera innan við 5% yfir í að vera yfir 95%. Á upphafsárum Vökudeildarinnar voru foreldrar gestir sem komu í heimsókn í nokkra klukkutíma á viku. Í dag eru foreldrar og aðrir fjölskyldumeðlimir mikilvægur og nauðsynlegur hluti af starfsemi deildarinnar og þátttaka þeirra í umönnun barnanna mikilvægur þáttur í eflingu heilsu og þroska barnanna. Þrátt fyrir það er skortur á plássi fyrir fjölskyldur akkilesarhæll deildar - innar og eingöngu er aðstaða fyrir foreldra fjögurra til fimm barna til að gista hjá barninu hverju sinni. Ljóst er að allt varðandi umönnun fyrirbura og veikra ný - bura hefur breyst frá því sem var: meðferðin, hjúkrunin, lyfin, fjöldi legudaga, hverju foreldrarnir sinna og hverju starfsfólkið sinnir. Meðgöngulengd minnstu fyrirburanna og örburanna sem lifa af og komast til heilsu er umtalsvert styttri en áður. Einnig er samsetning þjóðarinnar að breytast frá einsleitu sam- félagi yfir í fjölmenningarsamfélag en það kallar á viðhorfs- breytingar og breytta aðstöðu þannig að komið sé til móts við þarfir sem flestra hópa. Þegar einu lærdómsferlinu lýkur hefst sem betur fer nýtt og það krefst þess að endurhugsa þarf hlutina að nýju og gera breytingar samkvæmt nýjustu rannsóknum og bestu þekkingu börnunum og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Vökudeildina, gjör- gæsluhjúkrun nýbura og nýburahjúkrun er óljóst. hvort það verða jafn miklar breytingar og þær sem orðið hafa á þeim 43 sem hafa liðið frá því deildin var opnuð er óljóst, en víst er að innan heilbrigðisþjónustunnar mun bæði eiga sér stað áfram- haldandi þróun og stöðugar breytingar. framtíðarsýnin varðandi starfsemi Vökudeildarinnar er að innan fárra ára muni hvert barn og fjölskylda þess hafa fjöl- skylduherbergi á deildinni til umráða frá fæðingu og að útskrift. Einnig er það draumurinn að umönnun mæðra í sængurlegu og hluta barna af Vökudeild verði á einum stað og að fjölskyldan útskrifist sem best undirbúin til að takast á við hlutverk sitt. Heimildir Carin, M., og Downes, f. (2016). Trends in family-centered care in neonatal intensive care. Journal of Perinatal and Neonatal Nursing, 30(3), 265–269. gunnar Biering og ragnheiður Sigurðardóttir (1999). Kvennadeild Landspítal - ans 50 ára, Vökudeild. afmælisrit gefið úr af kvennadeild Landspítala. jorgensen, a.M. (2010). Born in the uSa — The history of neonatology in the unated States: a Century of Caring. NICU Currents. Loftur guttormsson, Ólöf garðarsdóttir og guðmundur hálfdanarson (2001). ungbarna- og barnadauði á Íslandi 1750–1950. nokkrar rannsóknar - niðurstöður. Saga 39, 51–107. Margrét guðmundsdóttir (2010). Saga hjúkrunar á Íslandi. félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. iSBn: 9979979844, 9789979979845. ragnheiður Sigurðardóttir (2012). Horft fram á við, horft til baka. Vökudeild, nýburagjörgæsla 1976–2010. Óbirt skýrsla. ragnheiður Sigurðardóttir og gunnar Biering (1976). Vökudeild Barnaspítala Hringsins, starfsreglur 1975–76. ragnhildur hauksdóttir (2013). Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982–2011. Lokaverkefni til BS-gráðu í læknisfræði, háskóli Íslands; http://hdl.handle.net/1946/15396. ragnheiður sigurðardóttir, rakel b. jónsdóttir og margrét ó. thorlacius 74 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.