Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 76
áhrif það hefur á neyslumynstur og matarsóun (farr-Wharton o.fl., 2014). höfundar áströlsku skýrslunnar mæla með því að efla þekkingu neytenda og þeirra sem sýsla með matvæli og efla þar með færni til að nýta þau, t.d. með því að skiptast á uppskriftum og læra af öðrum. Einnig er mikilvægt að vekja neytendur til umhugsunar um hvernig best sé að umgangast og geyma matvæli. Mælt er með því að nægar upplýsingar liggi fyrir um þær birgðir sem eru til svo að neytendinn safni síður að sér birgðum umfram neyslu (farr-Wharton o.fl., 2014). Aldraðir og matarsóun Mannfjöldaspá fyrir Ísland gerir ráð fyrir að fólki yfir 65 ára muni fjölga verulega og fara úr því að vera 14% þjóðarinnar árið 2016 í að verða yfir 20% árið 2036 og yfir 25% þjóðarinnar árið 2059. Búist er við að þeim sem ná um og yfir 100 ára aldri fjölgi verulega (hagstofa Íslands, 2016). 1. maí 2016 bjuggu 2407 einstaklingar á hjúkrunarheimilum landsins og síðastliðin ár hefur öldruðum sem búa á hjúkrunar- og dvalarheimilum fjölgað. Þessa fjölgun má rekja til hækkandi lífaldurs fólks á Ís- landi en frá árinu 1996 hefur hann lengst að meðaltali um 3,9 ár hjá körlum en 2,2 ár hjá konum (Embætti landlæknis, 2016). Með aldrinum minnkar oft matarlyst og geta margar ástæð - ur verið fyrir því. kólesýstókínín er hormón sem stuðlar að losun meltingarensíma en einnig tekur það þátt í að minnka matarlyst og þegar fólk eldist eykst magn hormónsins sem veldur því að fólk verður fyrr satt (anderson, 2013). Einnig verða breytingar á lyktar- og skynfærum með hækkandi aldri og getur það leitt til minni ánægju af að borða mat og þannig dregið úr magninu sem er neytt. Tannheilsa versnar oftast með aldrinum ásamt því að margs kyns sjúkdómar og lyf geta haft áhrif á matarlyst. Sýnt hefur verið fram á að með því að bæta bragð matar með bragðbætandi efnum er hægt að auka matar- lyst aldraðra auk þess sem framreiðsla og umhverfi getur skipt máli. Talið er að betra sé að bjóða litlar máltíðir og tíðar. Þannig er hægt að minnka matarsóun og á sama tíma viðhalda eða auka líkamsþyngd einstaklinga (anderson, 2013; Mathey o.fl., 2001). niðurstöður rannsókna sýna að meiri hætta er á vannæringu meðal aldraðra á hjúkrunarheimilum en meðal þeirra sem búa heima (kaiser o.fl., 2010; Löwik o.fl., 1992) en í raun eru allir aldraðir í hættu á vannæringu hvort sem þeir eru heima, á hjúkrunarheimilum eða á sjúkrahúsi. Lystarleysi er þekkt hjá veiku fólki og því hætta á að það klári ekki matarskammtinn sem þó inniheldur næga orku og næringu, en hluti hans fer þá til spillis og sjúklingarnir líða skort (van Bokhorst-de van der Schueren o.fl., 2012). Matmálstímar tengjast ekki aðeins nær- ingarþörf fólks heldur eru þeir einnig hluti af lífsgæðum þess (Carrier o.fl., 2009) en talið er að tveir af hverjum fimm íbúum hjúkrunarheimila þjáist af vannæringu og hefur slíkt áhrif á heilsu þeirra og lífsgæði (Bell o.fl., 2015; Evans og Crogan, 2005). niðurstöður rannsókna sýna að mikilvægt er að taka til- lit til óska og þarfa heimilismanna hvað aðbúnað, framreiðslu og fæðuval varðar og að þannig megi auka lífsgæði aldraðra og draga um leið úr sóun á matvælum (Carrier o.fl., 2009; Evans og Crogan, 2005). Í rannsókn, sem gerð var á því hvað stuðli að og hvað dragi úr neyslu íbúa á hjúkrunarheimili og hver ánægja þeirra væri með matinn og þjónustuna, kom fram al- menn ánægja með matinn og þjónustuna þar sem 89% þátttak- enda sögðust ánægðir eða nokkuð ánægðir, en þó voru ákveðnir þættir sem skertu lífsgæði íbúanna (Evans og Crogan, 2005). um helmingur eða 52% höfðu fengið mat sem þeim líkaði alls ekki, 56% fengu oft sama matinn og 59% töluðu um að maturinn væri ávallt matreiddur á sama hátt. flestum íbúum eða 75% fannst í lagi að hafna mat sem þeim líkaði ekki en 65% kvörtuðu þó ekki. Meirihlutinn eða 79% sögðust vilja velja hvað þeir borðuðu en einungis 54% fannst mikilvægt að velja hvenær matartíminn er. Með því að huga að sjónarmiðum og óskum íbúa er hægt að ýta undir ánægju þeirra, stuðla að betri nær- ingu og minnka þann mat sem fer í ruslið (Evans og Crogan, 2005). niðurstöður rannsóknar Carrier og félaga (2009), sem framkvæmd var meðal 395 íbúa á 38 hjúkrunarheimilum, bentu til þess að matmálstímar og framreiðsla matarins skipti máli hvað lífsgæði íbúa varðar. fjöldi borðfélaga, hvort þeir gátu matast sjálfir og hvort þeir fengu að velja sér mat, hvernig maturinn var borinn fram og fjöldi starfsmanna á hvern heim- ilismann hafði marktæk áhrif á lífsgæði heimilismanna, óháð því hvort þeir höfðu greiningu um vitræna skerðingu eður ei. Þeir sem voru með vitræna skerðingu glímdu frekar við van- næringu en aðrir. fyrir þá sem höfðu greiningu um vitræna skerðingu skipti sjálfstæði við að matast og að matseðilinn væri endurskoðaður reglulega með tilliti til þeirra þarfa mestu máli (Carrier o.fl., 2009). Matarsóun á Hjúkrunarheimilinu Eir gerð var könnun á matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir í byrjun árs 2017. Tilgangur könnunarinnar var að meta hversu hátt hlutfall matar á hjúkrunarheimili fer til spillis og á grunni þess finna leiðir til að lágmarka matarsóun og bæta þar með næringarástand íbúa og nýtingu fjármuna. könnunin var fram- kvæmd á sex sólarhringsdeildum Eirar. Á þremur deildum, deild 1, 2 og 3, var allur matur vigtaður áður en hann var bor- inn fyrir heimilismenn og síðan var allur nýtanlegur matur sem heimilismenn leyfðu vigtaður áður en honum var hent. Á öðrum þremur deildum, deild 4, 5 og 6, var eingöngu nýtan- legur matur sem heimilismenn leyfðu vigtaður áður en honum var hent. íris dögg guðjónsdóttir, elsa kristín sigurðardóttir og helga bragadóttir 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Matmálstímar tengjast ekki aðeins næring- arþörf fólks heldur eru þeir einnig hluti af lífsgæðum þess en talið er að tveir af hverjum fimm íbúum hjúkrunarheimila þjáist af van- næringu og hefur slíkt áhrif á heilsu þeirra og lífsgæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.