Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 77

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Side 77
Sérmerktum ruslafötum með pokum í ásamt merktum möppum þar sem límmiðar fylgdu til að merkja ruslapokana var komið fyrir á öllum þátttökudeildunum. Í föt- urnar söfnuðu starfsmenn nýtanlegum mat, það er einungis mat sem hægt hefði verið að borða, í sérstaka poka merkta könnun. allur annar fæðuafgangur, s.s. eggjaskurn, bananahýði og kaffikorgur, fór í ruslapoka sem einnig voru vigtaðir. Matarafgöngum hvers dags var safnað saman í einn poka yfir daginn og hann innsiglaður á miðnætti hvers sólarhrings, geymdur til næsta dags þegar hann var vigtaður og honum fargað. reiknuð var út heildarþyngd alls matar sem fór til spillis, auk þess reiknað niður á deild og íbúa og meðalþyngd á dag og á hvern íbúa. hlutfall matar sem fór til spillis var reiknað fyrir deildir 1, 2 og 3. könnunin fór fram í samtals átta daga í febrúar og mars 2017 og var unnin í samráði við stjórnendur á hjúkrunarheimilinu. Starfsmenn voru upplýstir um könn- unina með tölvupósti auk þess sem þeir fengu leiðsögn í að greina og aðskilja nýtan- legan og ónýtanlegan mat og skrifa vettvangsathugasemdir. Samið var við deildarstjóra hverrar deildar um að vera ábyrgir fyrir gagnasöfnun hver á sinni deild. Niðurstöður könnunarinnar á Eir Í töflu 1 má sjá heildarmatarsóun á heimilinu þá átta daga sem gögnum var safnað. heildarþyngd nýtanlegs matar sem fór til spillis alla átta dagana var 358,3 kg eða 59,7 kg á dag að meðaltali. Þar sést einnig þyngd matar sem fór inn á deildir 1, 2 og 3 og þyngd þess nýtanlega matar sem kom frá þeim deildum og var hent þá átta daga sem mælingar fóru fram. Matarsóun á þessum deildum var frá 2,8 kg á dag (deild 2, dagur 5) upp í 13,1 kg á dag (deild 3, dagur 2). Á þeim deildum þar sem matarsóun var ein- göngu mæld reyndist 2,7–17,4 kg af nýtanlegum mat hent á dag. Tafla 2 sýnir hlutfall matar sem var sóað á deildum 1, 2 og 3. heildarmatarsóun að meðaltali þá daga sem gagnöflun fór fram var 23,% af nýtanlegum mat. Mest var sóunin á deild 3 eða 30,6% og minnst á deild 2 eða 16,2%. Starfsmenn á öllum deildum skrifuðu útskýringar og vangaveltur um matar - sóunina. Meginþættir vettvangsathugasemda starfsmanna lutu að: 1) heilsufari heim- ilisfólks, 2) einstaklingsþörfum heimilisfólks, 3) framboði á heitum mat, 4) súpum og grautum, 5) kökum og sætindum og 6) sérfæði og maukfæði (sjá töflu 3). Í vettvangs - athugasemdum kom fram að heilsufar íbúa og hvernig ástand þeirra er þann daginn getur haft áhrif á matarlyst þeirra eða hvort þeir geta neytt hans með góðu móti. Bent var á mikilvægi þess að taka tillit til einstaklingsþarfa heimilisfólks, að fólk hafi val um mat þegar það hefur ekki lyst á því sem er í matinn og að bjóða mat oftar og í minni skömmtum í einu því slíkt gæti hentað sumum. fram kom að súpum, grautum og sætmeti væri mikið hent og fannst starfsfólki að draga ætti úr framboði á þeim matarsóun á hjúkrunarheimilum tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 77 Tafla 1. Matarsóun mæld í kg kg á íbúa Íbúa- Dagur 1 Dagur 2 Dagur 3 Dagur 4 Dagur 5 Dagur 6 Dagur 7 Dagur 8 Samtals yfir tímabilið fjöldi (8 daga) inn út inn út inn út inn út inn út inn út inn út inn út inn út inn út kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg kg Deild 1 17 28,4 7,6 30,3 10,7 28,2 7,6 33,2 4,8 27,2 3,9 31,3 8,2 31,3 6,0 31,4 3,1 241,3 51,9 14,2 3,1 Deild 2 25 31,1 5,1 37,2 5,0 27,4 6,7 33,9 8,5 30,2 2,8 32,0 6,3 34,3 3,6 32,3 4,0 258,5 42,0 10,3 1,7 Deild 3 22 30,3 12,9 38,0 13,1 26,2 10,9 37,6 11,0 27,4 5,8 32,5 7,6 32,7 9,7 34,7 8,3 259,4 79,3 11,8 3,6 Deild 4* 47 11,6 17,4 12,2 8,8 8,2 14,0 7,0 2,7 81,9 1,7 Deild 5* 52 9,2 8,9 7,3 12,8 10,5 0,3 7,5 5,4 61,9 1,2 Deild 6 22 6,0 5,5 4,3 6,1 3,4 4,3 4,0 7,7 41,3 1,9 Samtals 185 89,8 52,4 105,5 60,6 81,8 49,0 104,7 52,0 84,8 34,6 95,8 40,7 98,4 37,8 98,4 31,2 759,1 358,3 ** Meðaltal – 29,9 8,7 35,2 10,1 27,3 8,2 34,9 8,7 28,3 5,8 31,9 6,8 32,8 6,3 32,8 5,2 253,0 59,7 12,1 2,2 * Deildir 4 og 5 eru í raun fjórar deildir, en tvær (4a og 4b) og tvær (5a og 5b) deila sameiginlegu eldhúsi. ** Á aðeins við um deildir 1, 2 og 3. Tafla 2. hlutfall matarsóunar á deild Deild hlutfall Deild 1 21,5% Deild 2 16,2% Deild 3 30,6% Meðaltal 22,8%
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.