Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 78

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 78
réttum en bjóða frekar meira af heitum mat og ávöxtum. Einnig kom fram að nokkur matarsóun fælist í að það gleymdist að afpanta sérfæði og maukfæði þegar yrðu breyt- ingar hjá heimilisfólki. Í hnotskurn sýna niðurstöður könnunarinnar á Eir að nokkur matarsóun á sér stað þar sem 358,3 kg eða 59,7 kg á dag að meðaltali af nýtanlegum mat fór til spillis á átta dögum. Því má áætla að samtals 2,2 kg af nýtanlegum mat hafi farið í ruslið á hvern einstakling á þeim átta dögum sem könnunin náði til, eða 0,275 kg á dag. Á hjúkrun- arheimilinu Eir búa 185 einstaklingar og ef sóun hvern dag er 0,275 kg á íbúa, reiknast það sem 8,25 kg á viku, 33 kíló á mánuði og 100 kíló á einstakling á ári hverju. Má þá áætla að 18 tonn af nýtanlegum mat fari til spillis á ári hverju á hjúkrunarheimilinu. niðurstöður benda til þess að gera megi betur og þær gefa vísbendingar um hvað bæta má til að draga úr matarsóun á hjúkrunarheimilum. Lærdómur dreginn af könnuninni á Eir niðurstöður könnunarinnar á Eir benda til þess að þörf sé á fræðslu fyrir þá starfs- menn sem sjá um innkaup og pantanir inn á deildir og að bæta þurfi samskipti og samráð á milli eldhúss og deilda. hægt væri að panta oftar og minna í hvert skipti og þannig minnka þann mat sem fer til spillis. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var í Ástralíu árið 2014 eru það þrír meginþættir sem draga úr matarsóun. Það dregur úr matarsóun að neytendur séu meðvitaðir og hafi þekkingu á því hvernig hægt er að nálgast, nýta og umgangast mat sem best og tileinki sér neyslumynstur sem hámarkar nýtingu og lágmarkar þar með sóun (farr-Wharton o.fl., 2014). Mikilvægt er að huga að því hvernig matur er borinn fram og skammtastærðum. rannsóknir hafa sýnt að með því að bjóða litlar máltíðir oftar yfir daginn er hægt að minnka matarsóun og á sama tíma auka og viðhalda líkamsþyngd heimilisfólks (and- erson, 2013; Mathey o.fl., 2001). Í könnun okkar er ekki tekið tillit til eða skoðað hvert næringarástand heimilismanna er, en ef gert er ráð fyrir að það sé sambærilegt við það sem er í öðrum löndum er því ábótavant hjá nokkrum hluta heimilismanna (Bell o.fl., 2015; Cereda o.fl., 2016; hirose o.fl., 2014). Ef heimilismenn ná að fullnægja nær- ingarþörf sinni betur með þeim heimilismat sem er í boði, getur þörfin á næringar- drykkjum einnig minnkað, en þeir geta verið mjög kostn aðar samir. Í vettvangsathugasemdum starfsmanna kom fram að heilsufar íbúa skipti miklu máli þegar kom að því hvort heimilismenn hefðu lyst á matnum. Þá kom einnig fram mikilvægi þess að geta boðið þeim sem ekki höfðu lyst á þeim mat sem var á boðstólum annan mat. Er þetta í takt við rannsókn sem gerð var innan spítala í hol- íris dögg guðjónsdóttir, elsa kristín sigurðardóttir og helga bragadóttir 78 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019 Þáttur Efnislegt innihald heilsufar heilsufar íbúa og dagsform skiptir máli. Misjafnt var eir dögum hvort klárað væri af diskum og hvort heimilismenn hefðu lyst á þeim mat sem borinn var fram. Einstaklingsþarfir Mikilvægt að eiga annað til að bjóða ef íbúar hafa ekki lyst á því sem er í matinn. Þannig væri hægt að skammta minna á diska og bjóða þá aur eða grípa í annan mat ef það væri ósk íbúans. heitur matur Það er vöntun á heitum mat í hádeginu. Súpur og grautar Það má bæta í matinn og sleppa súpum. Það eru súpur og grautar sem helst fara í ruslið. kökur og sætindi kökur og sætindi fara mikið í ruslið. Það mætti vera meira af ferskum ávöxtum frekar en alltaf þessi sykur og kökur. Sérfæði og Það gleymist o að afpanta sérfæði og maukfæði þegar vistmaður deyr maukfæði eða flyst annað. Tafla 3. Þættir greindir úr vettvangsathugasemdum starfsmanna og efnislegt innihald þeirra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.