Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 80
Útdráttur
Tilgangur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvað kveikti á
árásargjarnri hegðun sjúklinga á geðdeildum og hvaða aðferðum
starfsfólk beitti til að koma í veg fyrir hana.
Aðferð. um var að ræða eigindlega rannsókn þar sem stuðst var við
aðferðafræði grundaðrar kenningar. Viðtöl voru við níu einstaklinga
sem starfa við hjúkrunarstörf á geðdeildum Landspítala, þrjá karl-
menn og sex konur. Meginflokkur hugtaka var greindur og undir-
flokkar.
Niðurstöður. helsta áhyggjuefni viðmælenda var hið ófyrirséða, ann-
ars vegar að sjúklingar gætu á hvaða tímapunkti sem er sýnt árásar-
gjarna hegðun og hins vegar að sjúklingar eða starfsmenn meiddust
ef til átaka kæmi. Viðmælendur nefndu nokkrar aðferðir til að fyrir-
byggja árásargjarna hegðun eða draga úr líkum á henni: að starfsfólk
væri í líkamlegu og andlegu jafnvægi, að draga þyri úr vinnuálagi
starfsmanna, starfsmenn þyru að læra að róa sjúklinga, þeir þyru
að kunna að afstýra aukinni spennu hjá sjúklingum, vinna vel saman
og stjórna umhverfinu.
Ályktun. Þó aldrei verði hægt að koma alveg í veg fyrir árásargjarna
hegðun sjúklinga á geðdeildum eru ýmsar leiðir sem starfsfólk getur
farið til að draga úr líkum á að hún eigi sér stað.
Lykilorð: árásargjörn hegðun, grunduð kenning, hið ófyrirséða.
Inngangur
Árásargjörn hegðun gagnvart starfsfólki er orðin vandamál
víða á sjúkrahúsum um allan heim og er starfsfólki hættara við
oeldi á ákveðnum sviðum innan sjúkrastofnana en öðrum
(Bickes o.fl., 2017; hahn o.fl., 2012; Wei o.fl., 2016). Árásargjörn
hegðun er íþyngjandi fyrir starfsfólk, hefur áhrif á heilsu þess
og stuðlar að óánægju í starfi, kvíða, arveru frá vinnu og
löngun til að hætta störfum eða fá flutning á aðrar deildir
(Borgne o.fl., 2015; Shier o.fl., 2018; Yang o.fl., 2012). Þá getur
aukinn rekstrarkostnaður fylgt aðgerðum til að takast á við
árásargjarna hegðun (flood o.fl., 2008; hahn o.fl., 2008).
Oast eru gerendur sjúklingar og aðstandendur þeirra.
Árásargjörn hegðun gagnvart samstarfsfólki er þó einnig þekkt
(hahn o.fl., 2008). Þó margt hafi verið gert á undanförnum
árum til að leita leiða með gagnreyndri þekkingu til að draga
úr árásargjarnri hegðun eru ástæður hennar bæði flóknar og
ólíkar (Mavandandi o.fl., 2016). Má þar nefna óánægju með
meðferð, langan biðtíma, erfiðleika með að ná tali af lækni, út-
skriarferlið, frelsisskerðingu, sjúkdómsástand, ágreining á
milli sjúklinga og starfsfólks og regluverk á deildum (farrell og
Shafiei, 2012; hahn o.fl., 2008; kumar o.fl., 2016).
algengast er á sjúkrahúsum að starfsfólk geðdeilda, slysa-
og bráðadeilda og öldrunardeilda verði fyrir árásargjarnri
hegðun. Oeldi á sér þó stað í einu eða öðru formi á fleiri
deildum spítala (Pan o.fl., 2015). rannsóknir sýna að allt að
94% hjúkrunarfræðinga og starfsfólks undir þeirra stjórn
verður fyrir árásargjarnri hegðun af hálfu sjúklinga og ættingja
þeirra.
aðrar starfsstéttir, eins og læknar, félagsráðgjafar, sálfræð -
ingar, ljósmæður, geislafræðingar og iðjuþjálfar, verða einnig
fyrir árásargjarnri hegðun bæði af hálfu samstarfsfólks og
skjólstæðinga (farrell og Shafiei, 2012; hahn o.fl., 2008; kumar
o.fl., 2016; Shier o.fl., 2018).
Á geðdeildum hefur á umliðnum árum mikil vinna verið
lögð í að leita leiða til að draga úr árásargjarnri hegðun sjúk-
linga. Árásargjörn hegðun sjúklinga gagnvart starfsfólki leiðir
o til þess að sjúklingurinn er beittur þvingunum sem geta ha
neikvæð áhrif á sjúklinginn, á meðferðarsamband við sjúkling-
inn og á starfsfólkið (isobel og Edwards, 2016). um leið og
80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, geðsviði Landspítalans
guðrún úlildur grímsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, geðsviði Landspítalans
Hið ófyrirséða — fyrirbyggjandi aðgerðir
gegn oeldi á geðdeildum
Nýjungar: Álag á starfsfólk og vanlíðan gerir því erfiðara fyrir
að meta líkur á árásargjarnri hegðun sjúklinga og koma í veg
fyrir hana.
Hagnýting: niðurstöðurnar má hagnýta í fræðslu og á nám-
skeiðum fyrir starfsfólk á geðdeildum og öðrum deildum þar
sem starfsfólk verður fyrir árásargjarnri hegðun.
Þekking: Starfsfólk þarf að fá fræðslu og þjálfun í að meta og
bregðast við æsingi og spennu sjúklinga.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: hjúkrunarfræðingar geta
nýtt sér niðurstöðurnar við umbætur í hjúkrun árásargjarnra
sjúklinga.
Hagnýting rannsóknarniðurstaðna