Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 82
að. hugtökin vísa til hins augljósa og óljósa (e. latent) sem gögnin gefa til kynna. um þægindaúrtak var að ræða. Þátttak- endur voru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ráðgjafar/stuðn- ingsfulltrúar á geðdeildum Landspítalans. níu einstaklingum, sem skráð höfðu í slysa- og atvikaskrár Landspítalans að þeir hefðu orðið fyrir árásargjarnri hegðun eir að rannsóknin hófst, var boðin þátttaka í rannsókninni, þremur körlum og sex konum. Ekki var talin þörf á fleiri viðmælendum þar sem engar nýjar upplýsingar komu fram í síðustu viðtölunum sem bættu neinu markverðu við greiningu gagna. Enginn sem boðin var þátttaka afþakkaði hana. Öll viðtöl voru hljóðrituð og upprituð á eir til greiningar. Viðtölin stóðu yfir í 20–60 mínútur. Tvö viðtöl fóru fram á deildinni þar sem starfsmennirnir starfa en öll hin á skrifstofu utan deildanna. aðstæður á deildunum réðu því hvar viðtölin fóru fram. Öll viðtöl hófust á því að þátttak- endur voru beðnir um að segja frá atvikinu sem þeir höfðu skráð og lýsa hlut sínum í því. Í kjölfar þess spurði rannsakandi frekari spurninga sem tengdust viðfangsefni rannsóknarinnar. Þátttakendur voru beðnir um, áður en viðtalið hófst, að láta fara vel um sig, segja það sem kæmi upp í hugann í hvert sinn, og að ekki yrði litið á það sem þeir segðu sem rétt eða rangt. annar rannsakenda tók öll viðtölin en báðir rannsakendur lásu viðtölin og kóðuðu þau hvor í sínu lagi. Þeir báru svo saman niðurstöður sínar og breyttu eins og þeim fannst hæfa. gagnagreining skiptist í efnislega (e. substantive) kóðun og kenningarlega (e. theoretical) kóðun. Í efnislegri kóðun var meginhugtak greint (e. core category). annars vegar fór fram opin (e. open) kóðun þar sem spurt var hvaða gögn væri verið að rannsaka, hvaða hugtök eða eiginleika hugtaka textinn gæfi til kynna og hvað hefði raunverulega átt sér stað eir því sem fram kom í gögnunum. hins vegar fór fram sértæk (e. selective) kóðun þegar meginhugtak var komið fram og takmarkaðist við önnur hugtök og munstur sem tengdust meginhugtakinu. Í efnislegri kóðun voru hugtök úr öllum viðtölum, sem fram höfðu komið, borin saman áður en næsta viðtal fór fram eins og aðferðafræði grundaðrar kenningar gerir ráð fyrir. Í kenn- ingarlegri kóðun kom í ljós hvernig hugtök sem fram komu í efnislegri kóðun tengdust hvert öðru sem tilgátur (Christian- sen, 2014). kenning sem byggist á aðferðafræði grundaðrar kenningar er hvorki rétt né röng. hún þarf að uppfylla órar viðmiðanir. hugtök og kóðar verða að birtast úr rannsóknargögnunum (e. fit). hún þarf að útskýra og túlka atferli sem fram kemur í efnislegri kóðun (e. workability). hún þarf að sýna vel helsta áhyggjuefni hjá þátttakendum og hvernig leyst er úr því (e. rel- evance). Og að lokum þarf hún að geta breyst ef nýjar upp - lýsingar koma síðar fram, t.d. með nýrri rannsókn, breytt og betrumbætt kenninguna (e. modifiability) (glaser, 2014). Eins og í öðrum eigindlegum rannsóknum hefur þessi rannsókn takmarkað alhæfingargildi, einkum vegna fárra þátttakenda. Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá framkvæmdastjóra lækninga Landspítalans, framkvæmdastjóra geðsviðs Land - spítal ans, framkvæmdastjóra mannauðssviðs Landspítalans og siðanefnd stjórnsýslurannsókna Landspítalans. rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Í upplýstu sam þykki þátttakenda var tekið fram að ef viðtölin væru íþyngjandi fyrir þá og kölluðu fram erfiðar hugsanir og tilfinningar byðist þeim viðtal við sálfræðing þeim að kostnaðarlausu. Þátttakendur rann sóknar - innar störfuðu ekki á sömu deildum og rannsakendurnir. Niðurstöður Að búast við hinu ófyrirséða Megináhyggjuefni viðmælenda varðandi kveikjur að oeldi eða árásargjarnri hegðun sjúklinga var hið ófyrirséða. Það sner- ist annars vegar um óvissuna um hvort og hvenær sjúklingur sýndi árásargjarna hegðun. jafnvel þó að starfsfólk gerði sér grein fyrir að það gæti gerst og kæmi því ekki á óvart ef og þegar það gerðist, var óljóst á hvaða tímapunkti slíkt yrði. Það var það óþægilega í atburðarásinni. Áhyggjurnar snérust hins vegar um hvort starfsfólk eða sjúklingar myndu meiðast í átökum ef til þeirra kæmi. Þó viðmælendur væru sammála um að vegna eðlis sjúkradeilda væri aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir hið ófyrirséða eru ákveðin atriði mikilvæg til að vera sem best undirbúinn til að takast á við það og hugsanlega koma í veg fyrir það. Þau verða útskýrð hér á eir. Að vera í líkamlegu og andlegu jafnvægi Starfsfólk sagðist þurfa að vera í góðu jafnvægi þegar það sinnir sjúklingum með kreandi hegðun. Þó slíkt eigi við á öllum deildum sé það ekki síst mikilvægt þar sem álag er mikið á deild. Álag á deild og líkamleg og andleg þreyta, sem hrjáir starfsmanninn geta skapraunað honum við erfið áreiti og óaf- vitandi getur hann brugðist við aðstæðum á þann hátt að það ýti undir frekar en að draga úr líkum á árásargjarnri hegðun hjá sjúklingi. Þegar sjúklingar sýna skyndilega hegðun sem vekur upp kvíða í umhverfinu bregður starfsfólki og er ekki alltaf viðbúið hvernig er heppilegast að bregðast við slíkri hegðun. kvíðastig starfsfólks er eðlilega mismunandi, bæði af náttúrunnar hendi og eir því hversu vel upplagt það er frá degi til dags og uppsöfnuð streita vegna aðstæðna sem ógna öryggi þess getur jafnvel kallað fram viðbrögð sem ekki gagnast til að fyrirbyggja árásargjarna hegðun eins og fram kom hjá einum viðmælenda: „Ég sé það bara á samstarfsfélögum að það er mis- hár þröskuldur fyrir … fyrir svona áreiti, sko. Og menn bregðast mjög misjafnlega við því, sko, hvort að menn … Menn eru sumir hverjir, sko, fljótari að æsa sig á móti — já, og hafa bara minni þröskuld fyrir … og bara minni þolinmæði.“ Að draga úr starfsálagi Viðmælendum fannst mesta álagið fylgja því að sinna kreandi sjúklingum sem eru á gát. Starfsfólk skiptist á að vera með sjúk- lingi á gát með reglulegu millibili, oast á hálíma eða klukku - stundar fresti. Þar sem margir sjúklingar eru á gát á sama tíma færir starfsmaður sig af gát með einum sjúklingi á gát til annars sjúklings. Á sumum deildum eru það aðallega ráðgjafar/stuðn - ingsfulltrúar, félagsliðar og sjúkraliðar sem sinna sjúklingum á gát. Þó hjúkrunarfræðingar sinni sjúklingum á gát og geri geðskoðun reglulega á þeim er minna um að þeir sinni þeim til lengri tíma í einu eins og hinar starfsstéttirnar. Í flestum til- jón snorrason og guðrún úlfhildur grímsdóttir 82 tímarit hjúkrunarfræðinga • 2. tbl. 95. árg. 2019
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.